The KLF - What time is love
Ég ákvað, eftir að hafa í hugsunarleysi sent inn fyrri plötudóminn um latenight plötu Jamiroquai´s að velja einhverja RAFtónlistarplötu úr mínu aumkunarverða safni.
Fyrir valinu varð 45 snúninga singull með frumkvöðlunum og furðufuglunum í KLF, What time is love. Áður en ég eignaðist þessa plötu vissi ég lítið sem ekkert um The KLF. Ég keypti plötuna á einhverjum skranmarkaði í úthverfi london og var þetta eina platan sem vakti áhuga minn þar(ég hef unun af því að versla blint plötur með gamallri og hallærislegri danstónlist, og þar sem það hún kostaði bara 2 pund og það stóð pure trance á henni féll ég strax fyrir þessari :P). Þegar ég kom svo heim kannaðist ég strax við lagið, enda held ég að flestir kannist við þetta snilldar lag.
Hljómsveitina The KLF skipa þeir Jimi Cauty og Bill Drummond. Hægt væri að skrifa heila bók um það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, jafnvel heila ritröð. Ég ætla þó ekki að hafa kynninguna langa og einungis mynnast á það sem þeir eru einna þekktastir fyrir, utan tónlistarinnar, en það er að brenna peninga :S. Þann 23. ágúst árið 1994 komu þeir Jimi og Bill saman ásamt vini Gimpo og blaðamanni i yfirgefnu bátaskýli á eyjunni Jura (Blaðamaðurinn var þarna til þess að vera áreyðanlegt vitni og Gimpo til þess að taka viðburðinn upp) með dularfulla tösku. Nokkrum dögum áður höfðu þeir tekið út af bankareikningi sínum 1 milljón punda í reiðufé (sem var þá að mig minnir stærsta bankaútekt í bretlandi þá :S) og sett í þessa tösku. Það sem þeir gerðu þegar í bátaskýlið var komið var síðan að stafla upp peningunum og … brenna þá. Þetta gerðu þeir til þess að mótmæla því hvað listaheimurinn var innantómur ásamt því að sýna andúð sína á tónlistarmarkaðnum í verki. Þetta er allavegana þær útskýringar sem ég hef fundið, endilega leiðréttið mig. Þeir tóku þetta allt saman upp á myndband, ásamt því að taka öskuna með sér heim (þeir eiga víst að hafa látið búa til múrstein úr henni, sem þeir sögðust ætla að nota eftir 23, wtf? :P). Þetta er þó ekki það eina sem þeir hafa brent, því þegar þeir sögðu skilið við tónlistarheiminn árið 1992, brendu þeir allt sem þeir höfðu verið að gera (þ.e.a.s. their entire back catalogue - þetta gerðu þeir víst til að sannfæra alla að þeir væru ekki að reyna að græða á þessu eða til að geta komið með come-back).
Lagið What time is love er úr mynd sem heitir “The White Room” og má finna það á t.d. samnefndum disk. Þessi mynd er á allan hátt hulinn dulúð. Til þess að gera henni skil þyrfti helst aðra grein, en í mjög stuttri útgáfu er þetta rándýr,52 mínútna löng kvikmynd sem fjallar um roadtrip hljómsveitarinnar KLF í leit að “The white room” (til gamns má geta þess að tökuliðið sem tók hana upp var það sama og tók upp indiana jones..). Hún var víst aldrei full kláruð, þ.e.a.s. einungis tveir hlutar handritsins af þremur voru kláraðir. Sagan segir síðan frá því að þessi “mynd” hafi einungis verið sýnd einu sinni, til að plata þýska fjárfesta til að klára þriðja hlutan og er víst ómögulegt að finna þessa mynd í dag. Þeir gerðu þó Soundtrack við myndina sem gefið var út og var feiki vinsælt…
Platan sem ég er með í höndunum er gefin út 1988 og inniheldur tvö lög. Þegar ég ætlaði að finna eitthvað um hana á netinu, fann ég aldrei plötuna sem ég var með, heldur komst ég að því, eftir mikla leit, að hún var eitthvert hliðarverkefni KLF, Pure Trance.
Pure Trance var var einskonar röð af 12“ singlum sem komu út vikulega í 10 x 2000 limited edition upplagi á tímabilinu September til desember 1988 sem innihélt tónlist KLF. Þessi röð floppaði víst eftir nokkrar vikur. Platan sem ég er með er nr eitt í þessari röð og inniheldur eftirfarandi lög:
a) What Time Is Love? KLF 004T
b) What Time Is Love? Remix KLF 004R
Þetta eru mjög svipuð lög, eiginlega alveg eins fyrir utan það að annað lagið er ekki með bassatrommu í taktinum. Þetta lag er svona trance techno bræðingur, mjög hugljúfur og dáleiðandi. Í hinni týpísku útgáfu sem ég hef heyrt af þessu lagi er alltaf sungið með laginu What time is love, ásamt því sem það heyrist einnig í einhverju crowd-i. Það er ekki í þeirri útgáfu sem ég er með, semsagt instrumental, og þykir mér hún ekkert síðri, jafnvel flottari. Lagið stendur ennþá fyrir sínu, og er mjög töff í bland við nýtt efni að mínu mati, þó það sé kannski ekki eins ”hart“ og það var í denn (Kunningi minn talar tiltæmis um þetta sem techno lagið án takts). Maður heyrir ekki mörg eldri lög sem eru í sama gæðaflokki og þetta og hefur þetta lag án efa haft sín áhrif á tónlist sem á eftir kom.
ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en þeir sem vilja ”the full story" bendi ég á:
ftp://ftp.xmission.com/pub/users/l/lazlo/music/klf/
Allar ábendingar eru vel tekið og Þeim sem nenntu að lesa þetta þakka ég lesturinn.
kv. Steini