Jamm og já,..

Warp Records gleðin heldur áfram.

Eftir að við fengum þær fregnir að Nightmare´s on Wax
kæmist ekki í þessum mánuði helltum við okkur í það að
negla niður annann snilling og það tókst. Chris Clark ætlar að
koma hingað og spila fyrir okkur live set föstudaginn 19.Mars.
Chris Clark er 23 ára snillingur sem hefur gefið út all nokkrar
plötur hjá Warp. Hans sound er sambland af hip hop, electro,
acid, d&b, Jungle, techno, breakbeat shjjjjjeeeeiiiiitttt.
Endalaus gleði…


Hér er kvöldið málað á mynd fyrir ykkur:


Resident dj-inn okkar Sunboy byrjar kvöldið með seiðandi
electronica er þið týnist inn.

Síðan taka við Einóma strákarnir með dj set. Þessir strákar
hafa verið meira en lítið duglegir. Checkið á plötunni þeirra
sem þeir gáfu út í fyrra á Verical Form.

Hér kemur síðan að meistara Chris Clark. klukkutími af live
electronic madness. Ekki missa af þessu!!!

Hóstar kvöldsins Midijokers stíga síðan á stokk með hart shit.

Og síðast enn ekki síst tekur Mastermind. techno, house guru
ykkur og leiðir til lokunnar.


Sem sagt:

Chris Clark (Warp Records)
Midijokers (Beatkamp)
Mastermind
Einóma (Vertical Form) - dj set
dj Sunboy (Beatkamp)

Allt þetta Föstudaginn 19. Mars. 1000kr inn og dyr opna kl:22.