Nú er platan ,,Lausnin“ með góðvini raftónlistaráhugamáls
Huga, Hermigervli, komin út og er fáanleg í Skífunni
Laugavegi, Þrumunni og 12 tónum. Þetta er fyrsta plata
Hermigervils, en hann hlaut eins og margir muna annað sæti
í fyrstu raftónlistarkeppni Huga.is og komst í úrslit í þeirri
síðari.
Síðan þá hefur Hip Hop-ið læst klónum í drenginn og hann
hefur bardúsað margt á þeim grundvelli: Margvíslegt samstarf
við rappara og söngvara, útgáfa á safnplötu, þó nokkur
útvarpsspilun á muzik.is (blessuð sé minning hennar), og nú
síðast sigur í hæfleikakeppni framhaldsskólana fyrir hönd MR
svo snert sé á því helsta. Síðastnefnda keppnin var haldin í
Austurbæ 22. nóvember, en nokkuð lítið fór fyrir henni.
Þette eru þó flestir ómerkilegir og smávægilegir sigrar, ef
sigra skal kalla. Nú er hinsvegar runnin upp tíð sannkallaðs
stórsigurs Hermigervils! Með Lausnina að vopni, hrynjandann
fyrir skjöld og ómstríðann eld í augum mun tónlist Gervilsins
lýsa upp tilveru og blása gleði í hjörtu og roða í kinnar allra
taktelskra drengna og stúlkna.
Platan samanstendur af rúmlega 60 mínútum af órappaðri
hip-hop tónlist. Hermigervill hefur samt ekki gleymt
raftónlistarrótum sínum, og. Fyrir vikið er tónlist hans er oft á
tíðum melódískari og flóknari að uppbyggingu en allment
tíðkast í íslensku hip hop-i. Ekki það hann tapi sér í útidúrum -
takturinn líður látlaust í bakgrunni og mun meiri áhersla er
lögð á hljóðsmölun (sömplun) en notkun hljóðgervla. Eins og
segir í bæklingi disksins eru notaðar yfir 120 vínylplötur við
gerð Lausnarinnar og þar af er ekki ein einasta ”sampl“-plata
eða ”breaks“-safnplata (maðurinn býr ofaní plötukassa.
Einnig talar hann tungum og reitir hár sitt sé minnst á
,,break-safnplötu svindlara”). Hæfni á plötuspilarana er svo
loksins orðin ásættanleg, og skífuskank er fjölbreytt og mikið
notað plötuna á enda.
Hægt er að heyra 2 af 16 lögum Lausnarinnar á hiphop.is,
lögin ,,Eggjahvíta“ og ,,Hristikista” sem endurspegla nokkuð
vel þann hljóðheim sem Hermigervill hefur skapað.
Allir sannir, harðkjarna aðdáendur Hermigervils eiga nú þegar
disk, þar eð þeir eru allir með tölu vinir og vandamenn. Því er
mikil þörf á nýjum aðdáendum, útvíkkun hópsins nauðsynleg
og hvet ég ÞIG kæri lesandi til að gefa Lausninni góðar gætur,
hlust á lögin í netheimum og ef þér líkar vel hugleiða alvarlega
að punga út 1500 krónum fyrir heilsteyptann pakka af
háklassa hip hop-i svo Gervillinn greyið geti kveðið niður
sárasta skortinn og jólapakkaleysið, sjálfstæð plötuútgáfa er
jú engin peningauppspretta.
SAMANTEKT:
Hip Hop/raftónlistar bræðingurinn “Lausnin” eftir Hermigervil
er komin í verslanir: Skífuna Laugavegi, Þrumuna og 12 Tóna.
Verð: 1500 kr.
TÉKK IT ÁT!