Eftir mjög vel heppnaða helgi á Kapital þar sem Einar örn, Curver, Exos, Grétar, Bjössi ofl gerðu gersamlega allt vitlaust heldur fjörið áfram.
Helgin hefst snemma eða á fimmtudaginn með Electric Massive, en þar koma fram Funk Harmony Park (live) Chico Rockstar (live), Exos og Tomas THX.
Funk Harmony er Reykvískt band sem starfrækt hefur verið í 2 ár. Meðlimir hljómsveitarinnar eru fimm talsins en það eru þeir Roofuz, Protokol, Dj Sick Rich, Elvis2 og Mr Minute.
Nánari upplýsingar um þá félaga eru að finna á síðu þeirra www.this.is/funkhp.
Chico Rockstar er 26 ára gamall og uppalinn í Kópavoginum. Chico eða Addi eins og vinir hans kalla hann er 26 ára og úr Kópavoginum.
Nánari upplýsingar um Chico eru að finna á vefslóðinni www.discogs.com/artist/Chico_Rockstar.
Tveir hörðustu snúðar landsins þeir Exos og Tomas THX koma til með að klára kvöldið með þéttum Techno tónum eins og þeim einum er lagið. Kíkið á glæsilegan vef Exos, www.exosmusic.com til að fræðast nánar um kappann.
Á föstudaginn mun Alfons x hosta Beatkamp.
Ásamt Alfonsi munu Dada pogrom, Midijokers, Clever & Smart, DJ Musician og Delphi sjá um að skemmta gestum staðarins.
Tommi White mun svo blása til riiiiiiiisapartýs á laugardeginum. Plötuútgáfan hans, New Icon Records stendur fyrir einu þéttasta húskvöldi ársins ef ekki því þéttasta hingað til.
Á kvöldinu koma fram engin smá nöfn en það eru: DJ Tommi White, Blake (Live), Urður/Earth (söngur), Magnús Jónsson (söngur), Unkle Sam (slagverk og söngur), Funky Moses (fender jass bass), DJ Margeir, DJ Tommi White, DJ Grétar og DJ Doddi.
New Icon hefur langa sögu að baki en árið 1997 stofnaði Tómas Freyr Hjaltason ásamt þeim Frankie Valentine og Grétari Inga Gunnarsyni plötuútgáfufyrirtækið Icon Records. Icon Records gaf út á sínum líftíma fjórar smáskífur.
En það voru þær:
Icelandic Conspiracy - Twist to forget - 1996
BIX - Project A - 1997
Twist to forget Remixes - 1998
Tommi White - That’s what it is!! - 1999
Þremur árum eftir síðustu útgáfu Icon Records “endurvakti” Tommi Icon Records undir nafninu New Icon Records með útgáfu á smáskífunni Big Time Boogie Shit með Shaftenburys Sisters. Í dag standa þeir Raggi Mosi og Himmi næst Tomma bakvið New Icon Records. New Icon hefur í dag gefið út tvær smáskífur en sú síðari er með Aaron Carl og ber hún nafnið Sky. Á næsta ári eru planaðar sex útgáfur á New Icon Records með Blake, NLO og Samma svo einhverjir séu nefndir.
New Icon Records eru með góðan og ýtarlegan vef á slóðinni: http://this.is/newicon. Þar er að finna sögu útgáfunnar, upplýsingar um þá tónlistarmenn sem gefa út á New Icon Records, hljóðbúta af útgefnu og óútgefnu efni útgáfunnar ofl ofl.