Annað kvöldið af fjölmörgum komandi atburðum Electric Massive.

20. september á Grandrokk.

Dagskráin byrjar stundvíslega klukkan 23.00 og er til 04.00

!!!!Electric Massive!!!!


Ruxpin (electrolux,microlux)
Frank Murder (prospect)
Chico Rockstar (centraal breakbeat)
Thor 54 (missile)
Exos (force inc)
Tómas T.H.X. (360)


Ruxpin hefur farið langa leið á sínum ferli,verið á fjölda safndiskum eins og Global Underground og Space night. Hann hefur oftar en ekki verið með þeim efstu á playlistum plötusnúða eins og Darren Emerson(Underworld),Dave Clarke og Lee burridge.Einnig hefur kappinn gefið út 3 breiðskífur og óteljandi smáskífur.

Frank Murder hefur verið mjög iðinn við lagasmíðar á síðastliðnum árum og átt fjöldan allan af lögum á safndiskum frá Íslandi,Hollandi og Þýskalandi. Hann hefur unnið að endurhljóðblöndunum með mönnum eins og speedy J sem hefur verið einn sá alstærsti í Techno heiminum í gegnum árin ,og er enn.

Chico Rockstar,betur þekktur sem Addi Ofar. Einn af stofnendum Breakbeat.is fyrirbærisins og einn af guðfeðrum drum and bass menningar á íslandi.
Chico Rockstar hefur meðal annars unnið með Frank Murder og átt lög á safndiskum með engum öðrum en þýska tónlistarmanninum Apparat sem rekur útgáfuna Shitkatapult.Chico lumar stundum á dagskrá með söngkonunni Águstu og hver veit hvað gerist 20.september.

Thor 54 er án efa fremstur í flokki Progressive House stefnunar á Íslandi.Kappinn hefur spilað á hinum ýmsum stöðum,frá Loveparade til Japans/Tokyo er orðinn eftirsóttur plötusnúður fyrir sérstakar útfærslur á lögunum sínum. Hann er bókaður til Rússlands og Þýskalands á næstunni og er Electric Massive kvöldið heppið að hafa fengið hann í liðs með sér 20.september.Thor 54 hefur verið í endurhljóðblöndunum með MR.G(the advent og Oxia(intec).

Tómas T.H.X og Exos,hafa verið að hakka í sig Techno senuna á Íslandi kerfisbundið !!! Og er þetta bara byrjunin….
Þið sem hafið fylgst með þeim á undanförnum Techno atburðum,látið ykkur ekki vanta!!!