Það er á hreinu að mikið er af raftónlistarsnillingum sem leynast undir steinum
hér og þar í borginni. Nokkrir eru líklega að senda frá sér sitt fyrsta efni og er
bara líklegt að flestir eða allir munu halda áfram að semja tónlist.

Við settum okkur takmark að fá inn a.m.k. 25 lúppur, en fengum 45. Ekki slæmt
það. Tilveruguðirnir eru nú búnir að liggja yfir þessum lúppum og gefa þeim
einukunnir frá 1 - 5 af 5 mögulegum. Það eru sex lúppur sem fá 5/5 mögulegum,
en það getur þó allt breyst fram á fimmtudag, en þá gefum við upp hverjir vinna
sér inn Icelandic Dance Sampler.

Miðað við hvað þátttakan í þessu var góð, þá væri gaman að heyra hugmyndir hér
í raftónlistaráhugamálinu um það hvernig næsta keppni ætti að vera.

Kannski væri sniðugt að við myndum útvega visst mikið af sándum og þið ættuð
að semja lúppur einungis með því að nota þessi sömu sánd auk effekta og
svoleiðis.

Önnur hugmynd gæti verið að allir myndu taka eitthvað ákveðið lag með
íslenskum tónlistarmanni og remixa það þannig að það hljómi vel sem lúppa.

Svo væri hægt að vera með þemu. Bara technó, bara elektró, bara house…

Annars meiga hugmyndirnar frá ykkur fara að streyma hérna inn, því ég vona svo
sannarlega að áhugi sé fyrir því að halda þessum hlut áfram.

kv. Ísar Logi.

PS. Þið getið hlustað á allar 45 lúppurnar á www.tilveran.is. Endilega kommentið á
þetta ef ykkur finnst eitthvað lag ofmetið eða vanmetið af Tilveruguðunum.