Leitin að hinni fullkomnu lúppu ( loop ).

Gaman væri að prófa nýjan hlut fyrir þá sem eru á fullu í því að semja raftónlist/
danstónlist. Verkefnið snýst um það að búa til hina fullkomnu elektrónísku lúppu
fyrir dansgólfið eða heilabörkin.

Það er gríðalega mikið af hæfileikaríkum tónlistarmönnum hér inni á Hugi.is og
það verður mjög spennandi að heyra lúppur frá ykkur.

1. Lúppan má vera 16 bars ( 16 x 4slög - ca. 30 sek)

2. Tónlistin má vera að hvaða formi sem er, úr hvaða tónlistarstefnu sem er. Eina
takmarkið er að þetta hljómi vel, sé lúppa sem hægt er að hlusta á lengi og að
þetta lúppist vel. Það er að segja að upphaf lúppunnar falli 100% saman við enda
hennar.

3. Það má nota hvaða forrit sem er til þess að semja lúppuna, en miða verður við
að ekki sé einungis notuð tónlist eftir aðra. Þetta verður að vera frekar “orginal”
lúppa.

4. Sendið lúppuna inn á tilveran@tilveran.is undir subjectinu “lúppa 01”.

5. Látið fylgja með fullt nafn og símanúmer! ( MIKILVÆGT!! )

6. Þau þrjú (verðum við ekki að gera ráð fyrir einhverju stelpum að semja
raftónlist ) sem eiga flottustu lúppurnar að mati Tilveruguðanna fá að launum eitt
eintak af hinum goðsagnakennda Icelandic Dance Sampler, sem kom út árið
1995. Á þeim disk er að finna slatta af nokkuð góðri íslenskri dans og raftónlist.
Á þeim disk má meðal annars finna lög eftir, Ajax, Thor, Bix, Biogen, Mura,
Plastik… og fleiri snillinga sem síðar hafa gefið út víða um heim og hjá Thule
útgáfunni

7. Sendist inn sem: aiff, wav eða mp3 ( 192 helst )

Spurningar sendist á tilveran@tilveran.is

Kveðja, Ísar

PS. Tóndæmi fyrir svona lúppur er að finna á Tilveran.is