Helsta ástæða þess að tónlist er flokkuð niður innan raftónlistarinnar er til þess að fólk geti tjáð sig um þessa tónlist án þess að fara í langar samlokur um það hvernig áhrif tónlistin hefur á viðkomandi. Ímyndið ykkur blaðamann sem þarf að nota huglæg lýsingarorð í hvert skipti sem hann ætlar einfaldlega að koma þeim skilaboðum frá sér að eitthvað lag sé House eða Drum&bass.
Það hefur lengi verið þannig að fólk sem er að kaupa tónlist, fylgjast með eða bara lesa sig til hefur bara áhuga á einni stefnu. Margir fíla bara D&B en þola ekki house tónlist. Aðrir fíla Prodigy en þola ekki appolo 440. Fyrir þetta fólk að fara í gegnum 400 plötudóma í t.d. Musik væri hrein geðveiki. Fólk þyrfti að leita í gegnum hvern einasta dóm að huglægu mati gagnrýnandans á því hvernig áhrif tónlistin hefði á fólk.
Ég er alls ekki að segja að þetta ætti endilega að vera svona, en þegar maður ætlar að kaupa appelsínu, þá vill maður ekki fá epli. Þótt svo að báðir ávextir bragðist kannski vel.
Það er auðvitað frekar neikvæð þróun að eitthvað sem einu sinni var flokkað sem hardcore og softcore sé núna komið í svo marga flokka að nýjir aðilar sem vilja kynna sér raf/danstónlist týnist bara í einhverjum skilgreiningum og flokkunum sem fyrir þeim meika kannski engann sens. Þetta er orðið það mikið fagmál að maður þarf að lesa bækur um þetta til þess að ná þessu. Því dýpra sem maður kafar í hverja tónlistarstefnu þá verða skilgreiningarnar nákvæmari. Hvað eru til dæmis til mörg afbrigði af Drum&bass - líklega u.þ.b 25 - 40.
Á hinn bóginn er ómögulegt að fara kalla alla raftónlist, tekknó. Að vísu hefur orðið elektro, sem notað er mikið í USA verið ansi gott nafn fyrir allar tegundir af raftónlist. Elektro er Tekknó, drum&bass, raftónlist, house, allt saman í einum pakka. Nafnið Elektro er notað fyrir í flestum stórum flokkunuarsíðum fyrir tónlist. Ofast eru reyndar notuð bæði orðin Elektro og Dance. Dance á þá líklega við poppaðra efnið í raftónlistinni og Elekto við það sem er meira neðanjaraðar. Svo er Hiphop notað fyrir hiphop og rapp. Þannig að yfirflokkarnir í raftónlist gætu verið Elektro, Hiphop og Dance. Eða bara elektró, hiphop og danstónlist.
Aðal málið er náttúrulega að þessar flokkanir hafi ekki áhrif á að fólk skoði nýja tónlist og festist ekki ofan í einhverri þröngri skilgreiningu og festist þar. Og það hvort til sé einhver tónlist sem flokka má sem experimental tónlist. Þá er til svoleiðis tónlist í öllum tónlistarstefnum. Það var þó á árunum milli 1990-1996 sem sérstök IDM fékk á sig flokkunina experimental, þótt svo að í dag sé þessi stefna ekkert svo experimental, þ.e.a.s - það er ekki svo mikið verið að prófa nýja hluti, bara verið að framleiða nýja tónlist.
Það þarf þó væntanlega enginn að mótmæla því að Autechre, Aphex Twin, Squarepusher, Atom Heart, Herbert, Plaid, Plastikman, Mira Calix, Coldcut og fleiri tónlistarmenn séu ekki endalaust að búa til og skapa nýja tilraunakennda tónlist. Flestir þessir listamenn eru þó orðnir yfir tónlistarstefnur hafnir, því þeir hafa skapað sér sérstöðu eins og Björk. Björk er sjaldan flokkuð, nema þá sem Leftfield listamaður, en sú flokkun er oftast notuð fyrir dótið sem ekki hægt er að flokka. Sjálf segist hún þó alltaf vera alþýðulistakona sem semji popptónlist.
Niðurstaðan mín á sem sagt að vera að flokkun er nauðsynlegt til þess að hægt sé að ræða saman um tónlist, þannig að allir aðilar hafi svona svipaðar hugmyndum um það sem verið er að tala um. En um leið má flokkunin ekki hindra fólk í því að uppgötva nýja tónlist og meta það sem fellur að smekk þeirra.
OK, bæ.
kv. Ísa