Hæ hæ og hó.
Ég skellti mér í Japis um daginn og keypti mér diskinn “Black Cherry”, en þaða diskur er einmitt nýjasta afurð Goldfrapp. Ég fór heim og setti diskinn í græjurnar. Þessi diskur var voðalega suprise í fyrstu sérsaklega þar sem ég er búinn að hlusta á Goldfrapp frá byrjun og með allt öðruvísi stíl en “Felt Mountain” , en þó mjög góður. Í viðtali við Will Gregory sagði hann að á nýja disknum (Black Cherry) vildu þau nota meira röddina hennar Alison, og einnig meiri trommufílíng. Hann sagði einnig að þau hefðu verið búin að prufa hlutina sem þau voru að gera á “Felt mountain”, og verið aðeins undir áhrifum frá glitter tíma. Eftir fyrstu hlustun þá var ég svo gáttaður að ég vissi ekki hvað ég átti að gera, svo seinna um kvöldið lagðist ég upp í rúm með Black Cherry í eyrunum og naut þess að hlusta á þennan disk. Ég mæli með þessum disk og endilega allir Goldfrapp fan bara skella sér útí búð og versla þetta fóður…..
Einnig sagði Will Gregory bara vera asskoti til í það að koma og spila á klakanum…… ;)