Áður hafði Birgir verið gítarleikari og/eða söngvari í hinum ýmsu rokkböndum, en hafði alltaf mikinn áhuga á raftónlist sem að leiddi til
þess að hann fékk Kjartan með sér í þetta band. Fram að þessu hafði Kjartan aðallega gert tónlist sem að fáir aðrir fengu að heyra.
Ampop gáfu fyrst út eitthvað efni nokkrum mánuðum eftir að þeir stofnuðu hljómsveitina, það sem að þeir sendu frá sér voru tvö lög
sem að voru sett á safndisk sem að kallaðist Flugan, en diskurinn var gefinn út af Error (r&r) Musik. Fyrsta lagið sem að hljómsveitin
samdi saman var það lag sem að kveikti hugmyndina af nafni hljómsveitarinna (en nafnið er blanda of orðunum Ambient (sem að þýðir umlykjandi)
og orðinu Pop (sem að þýðir náttúrulega bara popp). Þetta lag var með einhverskonar trip hop lag og tenór söngrödd Birgis bersýnilega einn að
stílunum sem að einkennir tónlist Ampop.
Tvemur árum (2000) seinna kom svo út fyrsta plata þeirra félaga en hún hlaut nafnið “Nature is not a virgin” sem að var líka gefin út af
Error (r&r) Musik. Árið 2002 gáfu þeir síðan út seinni plötuna sína en hún heitir “Made for Market”, sú plata var gefin út af TMT
Entertainment/Thule Musik. Titillag plötunar “Made For Market” hafði verið gefið út fyrr á árinu 2002 á 7" smáskífu og hlaut þessi smáskífa
mjög góða dóma.
Þegar að þeir eru á sviði að spila fá þeir hjálp hjá nokkrum góðum mönnum, svo sem Þorsteini (a.k.a Prince Valium) sem að að blandar lögin,
Nóa sem að spilar á trommur og gítar, og stundum er líka Ólafur Jósepson (a.k.a. Stafrænn Hákon) sem að spilar á gítar af mikilli list.
Áhrifavaldar Ampop eru til dæmis: Future Sound of London, Joy Division, Portishead, Depeche Mode, Brian Eno, David Sylvian, Kraftwerk og
Cabaret Voltaire.
—-Lauslega þýtt af heimasíðu Ampop (www.simnet.is/ampop/).
.ZeLLa.