Rafhljómsveitin AMPOP fagnar útgáfu
annarrar breiðskífu sinnar “Made for Market” með
útgáfukonsert á fimmtudagskvöldið 13.mars kl.22 á
Grand Rokk, Smiðjustíg.
Platan kom út á vegum Thule Musik fyrir skömmu
og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda hér heima.
Þess má geta að platan er einmitt plata vikunnar á
Rás 2 þess vikuna. Made for Market verður dreift
erlendis í maí 2003, en hljómsveitin fer einmitt í
Bretlandstúr þann sama mánuð.
Á útgáfutónleikunum verður kynntur til leiks
trommarinn Nói Steinn Einarsson, en hann
mun berja á húðir að vanda. Svo mun orgvélin
Prince Valium taka alkasólóið fræga.
Sem sagt, hörkustemning á fimmtudagskvöldið á
Grand Rokk. Látið sjá ykkur !
www.simnet.is/ampop
www.thulemusik.com