Massive attack eru frumkvöðlar trip-hopsins, það er enginn sem að getur neitað því.. og ekki einu sinni reyna að segja að Portishead séu það því að það veit hver maður (nei ekki hver maður, en sumir sem hafa kynnt sér þetta) að það voru Massive attack sem að komu Portishead á kortið, eða í gang.. eða þið vitið.
Þetta er rosalega hæfileikarík hljómsveit, ná algjörlega að blanda saman hip-hop töktum saman við þungar, djúpar bassalínur og dulanfullann gítar.
Árið 1991gáfu þeir út fyrstu plötuna sína “Blue Lines”, hún er alveg ógeðslega vel heppnuð og fékk endalaust lof frá allra virtustu gagnrýnendunum. Þetta er svona einhvers konar blanda af dularfullleika (segir maður það? ég er alveg að verða rangeygð..) og danstónlist, kannski ekki mitt val á tónlist en þetta var líka bara fyrsta platan, mér finnst þeir hafa batnað mjög með tímanum en hafa hins vegar aldrei verið eitthvað lélegir.
Áhrif frá Massive attack má finna í hljómsveitum eins og Portishead (dö..) og hjá fyrrum meðlim sveitarinnar, Tricky.
Árið 1994 gaf sveitin svo út aðra breiðskífu sína, Protection. Eins leiðinlega og það hljómar þá var þessi plata bara álitin algjör vonbrigði og í rauninni stórt skref aftur á bak. Gagnrýnendum fannst þeim hafa farið mikið aftur og voru vissir um að sveitin væri bara svona “one album wonder”. Ég skil þetta ekki, mér finnst þessi plata alveg mögnuð.. lög eins og Karmacoma, Sly og svo instrumental lagið Heat Miser eru ein frábærustu lög sveitarinnar að mínu mati. En hún fékk nú reyndar góða dóma sumstaðar, fólk hefur jú auðvitað mismunandi smekk og kemur frá mismunandi stöðum. Platan var t.d. óhuggnalega vinsæl í “underground” tónlistargeiranum í Englandi, en náði engum vinsældum í Bandaríkjunum (hvað vita bandaríkjamenn svosem.. það eina sem þeir geta “státað” sig af er erkimellan Avril Lavine og hún er að vanvirða rokkið svo mikið að ég held að ég fari og kaupi mér flugmiða og fljúgi til bandaríkjana í þeim eina tilgangi að gubba á hana..).
Seint árið 1995 gáfu massive attack út nýja plötu, geðveikt tilraunakennda og svala..hún kallast því “frumlega” frumlega nafni, No Protection :P Þessi plata er alveg ógeðslega svöl, söngurinn er rímixaður alveg út í gegn og kemur dekkri, tilfinninga meiri ..samt svona einhvern veginn rólegri skilaboðum í gegnum sig. Í blandi við það eru ekkert smá ógeðslega flottir taktar og bassalínur.. Þessi plata fer alveg til baka að rótum trip-hopsins en er samt í leiðinni ógeðslega ný og fersk.. geri aðrir betur. Hin frægi Mad Professor á líka heiður skilið fyrir þessa plötu.
Þremur árum seinna eða í maí 1998 gáfu þeir svo út enn aðra plötuna (jibbí!). Hún kallast Mezzanine. Þetta finnst mér geðveikasta platan þeirra hingað til.. lög eins og Angel, Teardrop, Dissolved Girl, Man Next Door og Group Four… ég þarf ekki að segja meira. Þetta er svosem ekkert öðruvísi stíll en á hinum plötunum, þarna segir reynsla bara til sín. Þetta er ógeðslega svöl hljómsveit sem að enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Núna 2003 hafa massive attack gefið út nýja plötu, hún heitir 100th Window og ég hlakka ekkert smá til þess að hlusta á hana. Ef að það er einhver hérna sem að er búinn að hlusta á hana, vinsamlegast þá segið okkur hinum hvað ykkur finnst.
(ég vil enn og aftur biðjast afsökunar á því ef að það eru einhverjar hrikalegar staðreyndavillur hérna, ég er lasin með hita og því ekki alveg í réttu standi, vona að þið takið bara vel í þetta og gagnrýnið ekki of mikið.. ég er lítil sál :P)