Það eru fáir sem hafa ekkert heyrt um hljómsveitina múm, enda frábært hljómsveit. Tónlistin þeirra er svolítið furðuleg en ógeðslega falleg. Tónlistin þeirra minnir mig einna helst á Belle & Sebastian, Lali Puna, Boards of Canada og Autechre. Hún byggist einna helst á tölvutöktum, sem þó er nokkur leið að dansa við, þau eru rosalega dugleg að safna að sér hljóðum alls staðar að, greinilega alltaf með mini disk spilara á sér, og þau nota það óspart í lögunum sínum og mér finnst það koma alveg óhuggnalega vel út.
Ég man þegar ég fór á mínu fyrstu múm tónleika fyrir löngu síðan, þá hafði ég aldrei heyrt í þeim en þau náðu að heilla mig algjörlega uppúr skónum og ég hef verið dyggur aðdáandi síðan. Það sem mér finnst líka svo yndislegt við þau er að þau ná einhvern veginn að lýsa bæði hamingju og sorg á sama tíma í lögunum sínum.. finnst ykkur það ekki? Svona eins og að maður upplifi fullt af hlutum við það að hlusta á þau en haldist samt í algjöru jafnvægi. Jæja allavega, hljómsveitin samanstendur af þeim Örvari Smára Þóreyjarsyni, Gunnari Erni Tynes (Andhéra) og svo eru líka tvíburasystur að nafni Kristín Anna og Gyða, Valtýsdætur.
“Yesterday was dramatic ,today is ok” er þeirra fyrsti diskur og ákváðu þau að hafa nafn plötunnar á ensku vegna þess að þau stefndu fyrst og fremst á erlendan markað vegna þess að þau bjuggust ekki við að fá neitt sérstaklega góðar viðtökur hérna á klakanum en þau höfðu rangt fyrir sér, diskurinn naut mikilla vinsælda hérna sem og í Þýskalandi og Bretlandi. Þau hlutu nafnbótina bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi árið 2002. Í erlendri pressu var þeim líkt við hljómsveitina Belle & Sebastian (sem að mér finnst líka alveg frábær hljómsveit) sem er skemmtilegt því að múm-tvíburarnir Kristín Anna og Gyða prýða coverið á belle & sebastian-plötunni Fold Your Hands Child, You Walk Like A Peasant.
Meðal þeirra sem fallið hafa fyrir múm er breska útgáfufyrirtækið Fat Cat, en eftir að hafa fengið Sigur Rós til liðs við sig tryggði þetta virta útgáfurfyrirtæki sér krakkana í múm og er því í samstarfi við tvær af okkar bestu hljómsveitum.
Ljóst var að það yrði erfitt að fylgja eftir fyrsta disknum þeirra, svo góður var hann en það reyndist þeim ekki erfitt enda mikið hæfileikafólk þar á ferð. Tvíburarnir koma meira við sögu á nýja disknum enda voru þær bara tiltölulega nýbyrjaðar þegar fyrsti diskurinn kom út. Meira er um “venjuleg” hljóðfæri og meira um söng.
Biðin eftir nýja disknum var löng og ströng fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar en hljómsveitarmeðlimirnir höfðu ofan af fyrir okkur með því að semja tónlist fyrir íslenska dsansflokkinn og leikrit “sagan af bláa hnettinum”. Tvær plötur komu líka út sem á var að finna endurhljóðblandanir hinna ýmsu tónlistarmanna, bæði íslenskra og erlendra.
Breiðskífan leit svo dagsins ljós í maí 2002 og olli fáum ef einhverjum vonbrigðum. Eins og áður segir var mun meira um söng en áður og því brá hljómsveitin á það ráð að gefa út tvær útgáfur, eina á ensku “Finally We Are No One” og aðra á íslensku “Loksins erum við engin”. Viðtökurnar voru nær alltaf góðar og til að fylgja plötunni eftir fór múm á langt og stórt tónleikaferðalag um Bandaríkin og Evrópu auk þess sem að þau komu við í Japan.
Það er löngu orðið ljóst að allt sem að múm snertir breytist í gull. Þeim er greinilega nákvæmlega sama hvað öðrum finnst og gera bara það sem þau vilja gera og útkoman er alveg hreint yndislegt. Ég hvet alla þá sem hafa ekki hlustað á múm að verða sér útum eitthvað efni með þeim.. alveg bannað að láta þessa hljómsveit vera..
Takk fyrir..
dóra :)