svo skemmtilega vill til að ég var að ímeila mána svavars um þetta nákvæmlega sama, og birti útkomuna á heimasíðunni minni. ég læt hér fylgja bréfin eins og þau birtust á síðunni:
—–Original Message—–
From: Atli Viðar [mailto:fleebixx@hotmail.com]
Sent: 3. desember 2002 15:10
To: mani@itn.is
Subject: Þemalag Sannra Íslenskra Sakamála
Ég vil bara fá þetta á hreint:
Er það ekki rétt hjá mér að þú ert skrifaður fyrir þemalagi Sannra íslenskra sakamála, og ef svo er hversvegna er þess hvergi getið að það er byggt að stórum hluta á Over með Portishead?
Bara fyrir forvitnissakir,
Atli Viðar Þorsteinsson
www.atlividar.com
Svar Mána:
Sæll og bless
Einhverntíman var sagt um höfunda,
að þeir góðu fengju lánað, en snillingarnir stela.
Án gríns, þá er það rétt að ég samplaði upphafstónunum
úr lagi með portishead, “speedaði” þá upp, og breytti einni
nótu í stefinu.
Ég notaði aftur á móti allt aðra hljóma
og takt en orginalinn. Í raun hefði átt að standa
“Upphafslagið inniheldur sampl úr laginu Over
með Portishead” en það var ekki talið nauðsynlegt fyrir
sjónvarpsþátt. Þetta hefði líklega staðið hefði lagið
verið gefið út á CD.
Ég samdi alla tónlist í þættina, semsagt sirka þrjátínu
mínútur í hvern þátt.
Kveðja
Máni S.
Bréf 2.
siðferði / sífreri í auglýsingum II hluti
Ég meilaði Mána aftur og sagði það að mér þætti það siðferðislega rangt að taka lög og rippa þau svona án þess að geta upprunalegs höfundar. Skjót viðbrögð og góð frá Mána…
Sæll aftur
Ég vil meina að Þematónlist Íslenskra Sakamála sé
fyrst og fremst byggt á mystískum hljómagangi
sem ég var búinn að leika mér með fram og til baka.
Síðan fór ég að leika mér að nótum yfir það ..
Eftir það heyrði ég viðkomandi lag með Portishead,
fannst þær nett “duló” (eins og megnið af tónlist
þeirra), samplaði þær og setti yfir trakkið með þessum
gríðarlega góða árangri.
Framleiðendur þáttanna vissu allan tímann hvaðan þær nótur
komu og gerðu engar athugasemdir við það.
Þetta smellpassaði bara við stemmninguna í þáttunum og það
var nóg. Þetta er ekki tónlist ætluð til útgáfu eða spilunar
á útvarpsstöðvum.
Ef að einhver hefur nálgast mig með þá spurningu hvaðan
þessar draugalegu nótur í upphafsstefinu komi, hef ég
alltaf svarað, frá Portishead. Ég hafði eyra fyrir því að geta
soðið saman tónlist frá mér og þeim, sem bjó til spennuþrungna
og óhugnanlega tónlist sem gerði þættina jafn vel heppnaða
og þeir eru.
Þeir sem telja þetta hreinan stuld mega eiga þá skoðun mín vegna.
Ég starfa í rauninni við það að “stela” tónlist. Þ.e. að fá lög
frá auglýsingastofum sem ég er beðinn um að nálgast eins mikið
og hægt er. Sem dæmi má nefna lagið í “Einstaklingsþjónustu
Búnaðarbankans” auglýsingunni. Flestir sem heyra það halda að
það sé hljómsveitin “Weezer” með lagið “Holiday” (en er í rauninni
“eftir” mig samkvæmt höfundarréttarreglum.)
Að sjálfsögðu bý ég einnig til mikið af orginal auglýsinga, og sjónvarps-
þáttatónlist. Sem dæmi má nefna “Kastljós”, “Panorama”,
“Spaugstofan” og “Fréttastef Stöðvar 2”.
Þetta er oft skrítinn heimur og oft er þetta fín lína sem þarf að fylgja.
Bottom line - ég samdi tónlist við alla sakamálaþættina. Þar á meðal
langa kafla þar sem að ekkert heyrðist af þessum frægu nótum.
Það var ekki talið nauðsynlegt við framleiðslu þáttanna að birta eftirfarandi
kreditlista:
Yfirsmiður: Halli
Tónlist: Máni Svavarsson
Upphafsstef: Máni Svavarsson
Upphafsstefið inniheldur sampl úr laginu “´Dirrindí” með hljómsveitinni “Dabbada”
Leimynd: Kalli
Ég veit ekki hvað skal segja - þú ert ekki fyrsti og örugglega ekki síðasti
maðurinn sem að hefur samband við mig útaf þessu.
Eftir á að hyggja, hefði þetta átt að standa þarna, til að losna við allt þetta vesen.
Til gamans, eða leiðinda, má geta þess að fyrirtækið Hugsjón
sem framleiddi þættina fór á hausinn og ég fékk ekki krónu
greidda fyrir vinnu mína við þættina.
Kær kveðja
Máni S.
_______________________________
Hér er síðan síðasta bréfið: ég spurði um hvort þetta “taka undergránd lag - gera auglýsingaþema” væri orðið eitthvað trend…
Sæll enn og aftur
Jú, það er mikið trend í auglýsingamennsku að taka þekkt stef,
(myndræn og sjónræn) og nýta í auglýsingar, bæði hér og erlendis.
Við megum þó eiga það hér heima, að yfirleitt er það vel gert.
Ég hef bæði heyrt og séð auglýsingar erlendis frá, þar sem þetta
er oft svo illa gert að það er sárt.
Þetta er sérstaklega þekkt fyrirbrigði hér á landi vegna stærð markaðarins.
Erlendis þykir ekki tiltökumál að borga nokkrar millur fyrir að fá að nota
þekkta tónlist í auglýsingu. Hérna hafa fæst fyrirtækin efni á því.
Þeir sem gera það eru þó t.d. Sjóvá-Almennar, Kringlan, Happadrætti
Háskólans og fleir
Þegar svona verkefni koma inná borð til mín hvet ég viðkomandi aðila
iðulega til að athuga hvort að þeir geti ekki fengið leyfi fyrir orginalnum.
Það þarf að fá tvenns konar leyfi. Leyfi frá höfundinum, og síðan leyfi
frá fyrirtækinu sem á útgáfuréttinn. Oft er hægt að fá leyfi fyrir
höfundaréttinum og spila það inn uppá nýtt. Dæmi um slíkt verkefni
er lagið “That´s life” sem að VÍS notar. Þar fengu þeir leyfir fyrir laginu,
en ekki fyrir upptökunni með Frank Sinatra. Ég reyndi þá að fara eins
nálægt útsetningunni með Frank og ég gat, og fékk Pál Rósinkranz
til að syngja.
Trikkið er þetta - það er ekki höfundaréttur á sándum. Ég má því fara
eins nálægt viðkomandi “sándi” í laginu, án þess að sampla bókstaflega
uppúr þeim.
Persónulega vona ég að þessu fari nú að linna hérna heima, og menn fari
að biðja um eitthvað orginal input, en það er vissulega mikil kúnst
að ná þessum stemmningum sem að viðkomandi aðilar eru að leita eftir.
Hversu mikil “tónlist” það er veit ég ekki - þetta er meira svona iðnaðarmannavinna,
þar sem þú ert beðinn um að herma eftir lúkki á íbúð, eftir einhvern frægan
innanhúsarkitekt.
Það sem mér þykir þó verst, er þegar að fyrirtæki taka tónlist beint af
CD og skella undir auglýsingar. Mjög frægt dæmi er lagið með Moby
sem að síminn notaði í ímyndarauglýsingum sínum.
Auglýsingatíminn fyrir Skaupið er stærsti auglýsingatími ársins, þegar að
flest fyrirtæki birta nýju stóru auglýsingarnar sínar.
Það var hrikalegt að sjá þennan auglýsingatíma fyrir tveimur árum síðan.
Fyrst kom þessi gríðarlega flotta auglýsing frá Símanum, með Moby laginu.
(Sem að þeir borguðu ca.1.5 millur fyrir). Næst á eftir kom einhver
hallærisleg auglýsing frá X18, með sama lagi frá Moby (sem að borguðu ekki
krónu fyrir - heldur tóku það bara og skellut undir auglýsinguna.)
Skyndibitastaðurinn “Fljótt og Gott” er núna að keyra útvarpsauglýsingar
þar sem að undir hljómar “Boogy Wonderland” með Earth Wind and Fire.
Þar erum við fyrst og fremst að tala um stuld.
Að reyna að herma eftir einhverju þekktu lagi, og gera það svo vel að
flestir fá tilfinninguna sem að orginal lagið gaf þeim .. það er mjög grátt
svæði, en flokkast sem betur fer ekki, í lagalegum skilningi, undir stuld.
Kær kveðja
Máni S.
_________________________
og þabbaraþabb. vona að þið nennið að lesa þetta allt.
Atli Viðar
www.atlividar.com