05 des 2003
21:00 - ??
ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS
Á morgun fimmtudag 5.des (ekki 6. eins og stóð í “atburðir”) verða hörku tónleikar með nokkrum af okkar fræknustu raftónlistarmönnum. Af því við erum svo góðir ætlum við ekki að rukka inn og því hægt að upplifa herlegheitin frítt!
Þeir sem spila eru:
Frank Murder:
Er snillingur sem er að gefa út hjá thule og er væntanleg breiðskífa frá honum á næsta ári. Frank er kúl gaur sem vinnur sem barnaskólakennari í Keflavík (eins og dj shadow, nema hann á ekki heima í Keflavík)og framleiðir allskonar skemmtilega tónlist, svona ambient-skotna, tilraunakennda raftónlist (síðast þegar ég vissi).
Skurken&Prince Valium:
Eru allir sammála um að séu hvor öðrum sætari. Þeir eru að gefa út plötu 27. janúar á næsta ári hjá hinu virta(?!) resonant útgáfufyrirtæki í landi Díönu prinsessu. Á tónleikunum munu þeir leyfa fólki að heyra nokkur vel valin lög af plötunni í bland við eldra efni. Einnig mun gamall sími koma við sögu.
Earthvomit:
Hefur verið lengi í bransanum en aðeins nýlega farinn að koma fram. Framleiðir allskonar raf og er líka sætur.
Paparus(held að hann kalli sig það):
Er á ambient nótunum og mun að öllum líkindum byrja kvöldið með eðal hassmúsík.
Enginn af okkur ætlar að spila trans þar sem ívar666 hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að mæta en transhausar og aðrir hausar eru meira en velkomnir.
MÆTA MÆTA MÆTA
Eitthvað að gerast?