hmm ég verð nú að segja það að þegar maður segir að einhvað sé best verk einhvers osf verður maður jú að taka tilit til þess tíma sem dótið kemur út osf… í fyrsta skiptið sem ég heirði í herra twin mun hafa verið þegar kiddi kanína var enþá með útvarps þátt ef einhver man svo langt aftur.. svona ári eða tvem áður en uxi var haldin ef ekki fyrr??? man ekki svo grant eftir því, polinominal c var lagið gleimi því aldrei það er sko snildar lag(takið eftir hvenær það er gefið út), dagin eftir hljóp ég niður í japis eða tók 3 strætóa bjó á álftarnesi btw… ég hafði ekkert annað að gera niðri í bæ, vildi bara cheaka á þessum afx twin… jói í japis eins og hann var þá kallaður (myndalegi og hjálpsami gaurinn í 12 tónum í dag) seldi mér 4 plötur þennan dag… selected ambient works skífurnar báðar, i care becouse you do og classics… ég tók 3 strætóa heim og hlustaði á alltsaman þetta var bara snild, ég var að hlusta á autecre og black dog og fleyra og fleyra á þessum tíma svo það var ekki það að þetta væri einhvað fulkomnlega nýtt en bara einhver snilld… hver skífa hafði sinn karakter og þetta var bara fucking unike dót alltsaman, þessar fjóra plötur og jú surfing on sinewaves eru klasíkin þetta nýja dót… veit ekki sko, window licker er alveg fínasta lag og líka fult af dótti á druqs en bara ekki að hafa sömu áhrif og gamla stöffið… allar 5 plöturnar sem ég heirði fyrst með honum höfðu sömu áhrif og music has the right to children og lifeforms höfðu á mig þegar þær komu, þetta var svo mikil snild að ég bara vissi ekki hvað á mér stóð veðrið eða einhvað… annars finst mér thinking of you með bogdan rachinsky vera betri plata en druqs, bara ferskari eða einhvað svo finst mér lika winter in the belly of a snake með venetian snares líka vera fín báðar miklu merkilegri en druqs ekki vegna þess að ég fíla ekki twin heldur vegna þess að æsku goðið mitt er hætt að vera það sem það var og er nú orðið pop(popular) ekkert að popi sko finsk kyle minouge alveg sexy sko hehe… nottulega bara mín skoðun sko…
Sko……ég er ekki alveg sammála þér í þessu. Ég HLUSTA á AFX. Ég á nánast allt með honum og veit nákvæmlega hvaða tilfinningu þú ert að tala um þegar maður kynnist tónlist hans í fyrsta skipti. En málið er að lögin á drukQs eru allt frá því að vera sjö ára gömul. Þetta er samansafn af lögum sem hann vildi gefa út sem fyrst (eins og kom fram hér að ofan týndi hann mp3 spilaranum í flugvél). Ef maður hlustar VEL á sum lögin, sérstaklega á þau hröðu, heyrir maður hversu ótrúlegt vald maðurinn hefur á tónlistinni. Ég tek fram að ég er ekki að bera hann saman við gamla ambientið hans, því það er allt annar hlutur….það eru allt aðrar pælingar á SAW I og II.
Samt finnst mér svo skrýtið að AFX sjálfur segir að lögin á drukQs séu misgömul, en öll hröðu lögin virðast vera samin með svipuðum græjum, hann er að nota sömu tæknina í lögunum.
Síðan er líka málið að fyrr á árum reykti hann örugglega gras og þá var tónlistin hans mellow en í dag er hann örugglega á sýru eða einhverju þvíumlíku og þess vegna eru þau svona hröð og erfið í hlustun :)
Ég dreg aðeins úr þeirri alhæfingu að þetta sé LANGbesta efnið hans, ég vildi bara koma umræðu af stað.
Ég vona að hann taki sig til og búi til nýjan Ambient disk.
Það á víst að vera til 3 diska útgáfa af SAW II (amerísk útgáfa). Ég downloadaði eina laginu sem ég vissi um af þeim lögum, en það heitir Stone in Focus, og er hreint út sagt geðveikt lag.
0
hmm þú þarft ekkert að segja mér hvað hann hefur mikið vald á því sem hann er að gera, ég veit það alveg… og gamla dótið hans sem ég var að benda á er sko alls ekkert allt mello s.b. classiks og ja ventolin smáskífurnar, það eru líka fleiri lög á i care becouse you do önnur en það sem eru ekkert melló… það sem ég átti við er þessi plata er ekki að segja neit nýtt, harða dótið er fínt en ekkert ósvipað og selected 1, tildæmis heliospan nema bara unnið í anda squearpusher, pianó dótið minnir mig á dót sem eric satie var að gera um síðustu aldamót 1800-1900 og alltílagi með það en finst það ekki teljast til snildar af hálfu afx að stæla það öld seinna, hvort sem hann gerir það meðvitað eða er að reina að koma út úr skápnum sem píanó snilli… ekki miskilja mér finst afx snillingur og hlusta alveg á druqs stundum en get samt ekki verið samála því að hún sé best plata í “geimi”
0
Já það er rétt að hann var líka nokkuð mikið súr hér áður. Eins og þú nefnir Classics, er lagið Isopropanol doldið hart. Það lag var upprunalega á Analog Bubblebath 1 (ég á þá skífu :), keypti hana í London á slik……mig vantar reyndar númer 2, og ef einhver veit um Quoth eða GAK smáskífurnar má sá hinn sami ræða við mig betur).
Það er líka sample í því lagi þar sem stelpa er að syngja sem hann notar í Come to Daddy myndbandinu.
Já talandi um píanóstöffið á drukQs, ég fíla það líka mest á plötunni. Ég held að hann hafi örugglega fengið “inspiration” frá Philip Glass, þegar hann var að vinna með honum að Icct Hedral (reyndar hefur AFX verið að fikta við píanó síðan hann var stráklingur).
Ekki má gleyma laginu “Start as you mean to go on”, á …I care because you do, það er uppháldslagið mitt á þeirri plötu.
0
Já það er rétt að hann var líka nokkuð mikið súr hér áður. Eins og þú nefnir Classics, er lagið Isopropanol doldið hart. Það lag var upprunalega á Analog Bubblebath 1 (ég á þá skífu :), keypti hana í London á slik……mig vantar reyndar númer 2, og ef einhver veit um Quoth eða GAK smáskífurnar má sá hinn sami ræða við mig betur).
Það er líka sample í því lagi þar sem stelpa er að syngja sem hann notar í Come to Daddy myndbandinu.
Já talandi um píanóstöffið á drukQs, ég fíla það líka mest á plötunni. Ég held að hann hafi örugglega fengið “inspiration” frá Philip Glass, þegar hann var að vinna með honum að Icct Hedral (reyndar hefur AFX verið að fikta við píanó síðan hann var stráklingur).
Ekki má gleyma laginu “Start as you mean to go on”, á …I care because you do, það er uppháldslagið mitt á þeirri plötu.
0
AAHH fuck, fékk krampa í vísifingurinn :)………lesið bara bæði, tvöföld skemmtun.
0
Ég ætla að vona það að hann fari að gefa eitthvað fleira út. Ég hef gjörsamlega hlustað á allt sem hann hefur gefið út, líka undir öllum alteregóunum.
0
Ótrúlegt.
Drukqs jafnast engan veginn á við eftirfarandi:
Selected Ambient Works II
Analouge Bubblebath 4
…I Care Because You Do
Ventolin Maxi
Richard D. James Album
Come to Daddy
Windowlicker
Svo mér finnst vafasamt að telja hann til betri verka Aphex.
Ég á hinsvegar GAK á MP3, ef einhver vill njóta góðs.
Á einhver Hangable Auto Bulb í heilu lagi?
0
Persónulega hefur mér alltaf fundist Windowlicker vera einstaklega leiðinlegt lag.
0
ég hef áhuga á GAK á mp3…….myndiru geta sent mér? :)
0
Hvernig notar maður eiginlega póstinn á Huga? Er það kannski löngu dauð pæling? Hjálparkubburinn virðist byggja á einhverju frekar gömlu. Annars er ég til í að senda þér þetta dæmi, hvert viltu fá það?
0
Bara í gegnum e-mail þakka þér fyrir :)
Limemix@hotmail.com
0
Já, ég á Gak og báða hangable autobulb á mp3. Ég á líklega allt sem hann hefur gefið út (og sumt af því sem hann gaf aldrei út) nema Words and Music. Maður á hvort eð er öll þessi lög á öðrum plötum.
0
Jú, heyrðu, ég á víst líka Words and Music :)
0
Mundi einhver nenna að senda mér GAK á mp3???? plzz!!!
0
Ég var að vinna hjá Japis fyrir nokkrum árum, og upp í vínylhillunni inn á lager leyndist GAK platan gjörsamlega óspiluð.
Ætlaði alltaf að nappa henni áður en ég hætti en gleymdi því alltaf.. silly me :(
0