“Ralf Hütter, Florian Schneider, Fritz Hilpert, Henning Schmitz - fjórir menn, fjögur midi hljómborð, fjórar fartölvur.
Fyrir þrjátíu árum notuðu Kraftwerk heilt herbergi af sérsmíðuðum rafhljóðfærum og græjum til að búa til einstakt nýtt ”sánd“, en þeir voru ekki einungis ”stúdíó“ hljómsveit, heldur drösluðu þeir öllu stúdíóinu upp í trukk og á tónleika til að heilla lýðinn svona ”in person“.
Þeir eru ekki af baki dottnir og hafa ekki enn gefist upp á nýjungum í raftónlist. Staðurinn er ”cité de la Musique“ safnið í París og stundin er september 2002. Sviðið er autt, ef frá eru taldir fjórir standar, hver með Sony fartölvu, midi stjórnborðum og hljóðkortum. Hvaðan kemur tónlistin? Úr Cubase SX og slatta af VST plögginum. Þetta er pínulítið byltingarkennt … Kraftwerk er orðin að sýndarhljómsveit…”
Svona hljómar grein á vef Steinberg. Hljómar þetta kunnuglega?
Undanfarið hef ég farið á nokkra tónleika með íslenskum raftónlistarmönnum. Langflestir þeirra hafa setið grafarkjurrir bakvið draugalega birtu tölvuskjáa og lítið hefur farið fyrir “alvöru” hljóðfærum. Skyldu þeir í alvöru vera að “spila” tónlist eða eru flestir þeirra
a) að legga kapal
b) að irka
c) fara yfir tékkheftið í heimabankanum
d) sortera spammið úr inboxinu
Hvað segið þið? Eru sýndargræjur eitthvað sem á heima á alvöru tónleikum?