Answer That and Stay Fashionable Hér ætla ég að gagnrýna plötuna Answer That and Stay Fashionable með hljómsveitinni A.F.I. Platan kom út 1. Ágúst 1995 og var gefin út af Wingnut Records, platan var síðan endurútgefin af Nitro Records árið 1997. Answer That and Stay Fashionable var fyrsta plata A.F.I. í fullri lengd. Tim Armstrong og Brett Reed pródúseruðu plötuna ásamt A.F.I.
A.t.h. að texti þýðing laganna sem ég skrifaði er aðeins frá því sjónarhorni sem ég skildi þá. Og oft notaði ég merkingu ‘hann’ en þá er ég ekki að tala um einhvern sérstakan mann, heldur bara einhvern.

Uppröðun hljómsveitarinnar á plötunni:
Mark Stopholese: Gítar
Geoff Kresge : Gítar/bassi
Vic Chalker : Var bassaleikari hljómsveitarinnar á þessum tíma en spilaði ekki á plötunni.
Davey Havok : Söngur
Adam Carson : Trommur



Lögin á plötunni:


1. Two of a kind - 1:29
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á hröðu gítarriffi og síðan kemur smá bassi inn með hi-hat, eftir það fer allt og fullt og lagið helst hrátt og hratt. Textinn er ekki þannig að maður muni eftir honum en bakraddirnar í viðlaginu eru flottar.
Texti: Fatta hann ekki alveg ef ég á að vera hreinskilinn. Held að hann snúist annaðhvort um það að hann eigi ekki kærustu sína skilið, eða þá að kærastan hans sé klikkuð.

2. Half Empty Bottle - 1:38
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar með öllum hljóðfærum og stuttu seinna kemur söngur inní, ólíkt fyrra laginu tekur maður eftir textanum, bakraddirnar eru svipaðar og á þessum tíma hjá A.F.I, einnig kemur stutt gítarsóló í laginu.
Texti: Lagið fjallar um það að friðsamleg mótmæli virki ekki, heldur ofbeldi.

3. Yürf Rendenmein - 2:13
Lagauppbyggingin: Fyrst kemur stutt trommu intro, síðan telur söngvarinn inn og allt byrjar á fullu án söngs, og bassaleikurinn er mjög skemmtilegur í introinu. Eins og í öðrum A.F.I lögum skiptir bassaleikurinn mjög miklu í þessu lagi, og tekur maður mest eftir honum. Svoldið venjulegt A.F.I lag með háum bassa, hrátt, og skemmtulegum söng. Frábært lag.
Texti: Lagið fjallar stelpur sem þykjast vera eithvað annað en þær eru.

4. I Wanna Get A Mohawk (But Mom Won't Let Me Get One) - 1:12
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar stuttlega á tveimur gíturum, síðan kemur allt inní.
Texti: Lagið fjallar um tíu ára pönkara sem á mömmu sem leyfir honum ekki neitt.

5. Brownie Bottom Sundae - 1:46
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á bassatromu kickum, síðan spilast bassinn inní, eftir það kemur gítarinn, og loks söngur. Lagið er hratt og hrátt, með skemmtilegum söng, og áberandi bassaleik eins og í öðrum A.F.I. lögum. Lagið endar síðan á stuttu gítarsólói.
Texti: Hann er að fjalla í myrkrið og eimdina en hann vill það ekki.

6. The Checkered Demon - 2:08
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á nokkrum óskiljanlegum orðum, síðan koma trommur, bassi og gítar með agætlega löng introriff( meðan við lengda laga). Og eftir það kemur söngur, og þarna birtist einmitt bakröddunin aftur. Ágætislag, eins og flest lögin á þessum disk. En rennur þó nokkurn veginn bara í gegn eins og flest lög diskarins.
Texti: Næ honum því miður ekki.

7. Cereal Wars - 1:16
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á rólegu intro-i með bassa, gítar og trommum, síðan fjarar það út og bassinn byrjar með hratt riff og hinir koma inní. Bakraddirnar eru til staðar í laginu, og lagið er nokkurn vegin týpistk A.F.I lag.
Texti: Lagið fjallar um morgunkorn, og hvernig morgunkorn hann ætti að fá sér.

8. The Mother in Me - 2:04
Lagauppbyggingin: Hratt byrjunar riff, sem kemur aftur fyrir á millikafla í laginu, hár bassaleikur og lagið helst hrátt og hratt, og auðvitað bakraddirnar.
Texti: Lagið fjallar um að hann vilji ekki vera eins og mamma sín, en það búi inní honum.

9. Rizzo in the Box - 1:51
Lagauppbyggingin: Á þessum tímapunkti er platan byrjuð að vera svoldið einhæf.
Texti: Lagið fjallar um gamlan vin hans sem hann er hættur að tala við, og hvað líf þessa gamla vins sé ömurlegt.

10. Kung-Fu Devil - 2:12
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á samtali, síðan kemur venjulegi A.F.I stílinn, hratt byrjunar riff með miklum bassa, síðan bætist söngurinn inn og loks bakraddirnar.
Texti: Held að þetti fjalli um hvernig er að vera offitusjúklingur.

11. Your Name Here - 2:27
Lagauppbyggingin: Mitt uppáhalds lag á plötunni, frábært intro, byrjar á feedbacki, síðan kemur bassatrommukickerinn inn, eftir það bassinn með skemmtilegt riff, feedbackið hækkar, nokkrir powerchordar koma, söngvarinn segjir “Lets go” og stutt en skemmtilegt gítar intro kemur. Eftir það helst lagið með svona fínum hraðar, samt alls ekki hratt meðan við hin lögin á disknum. Bakraddirnar eru þó flottari í Kung-Fu Devil. Í miðju laginu eftir venjulega gítar breakið kemur “útvarpsrödd” og lagið heldur síðan áfram, og endar síðan loks á að allir segja ‘Your Name here!’.
Texti: Lagið fjallar um tegund af “vinum”, sem eru ekki raunverulegir vinir og eru bara að nota mann.

12. Ny-Quil - 2:06
Lagauppbyggingin: Eins og hin lögin. Bakraddir + hár bassi + hratt og hrátt. Eitt af verri lögunum.
Texti: Lagið fjallar um að hann vilji bara liggja í rúminu sínu, vilji ekki vakna, því hann vill ekki lifa.

13. Don't Make Me Ill - 2:40
Lagauppbyggingin: Byrjar með samtali breta og bandaríkja manns heyrist mér, síðan kemur intro sem byggjist á bassanum, eftir það byrjar söngurinn, og síðan auðvitað bakraddirnar sem heppnast vel í þessu lagi. Skemmtilegt lag og eitt af fáum á disknum með gítarsólóum.
Texti: Nafnið á plötunni er komið af talaða hlut lagsins. En söngni er týpiskt pönk ýmind, enginn segjir honum hvað hann eigi að gera nema hann sjálfur.

14. Open Your Eyes - 1:16
Lagauppbyggingin: Lagið byrjar á hráu bassariffi, síðan kemur hi-hat og þar á eftir gítar feedback, eftir það kemur söngurinn sterkt inn. Skemmtileg gítar og bassariff út lagið, þó sum breakin séu hálfpartinn asnaleg.
Texti: Lagið fjallar um þessa tegund af manneskjum sem gagnrýnir allt í fari annara manneskna en sér ekki gallana á sér.

15. High School Football Hero - 1:31
Lagauppbyggingin: Intro-ið byggjist á bassanum og eftir það kemur söngurinn, eitt af slöppustu lögunum á disknum. Bassaleikurinn hjá Geoff Kresge er samt alltaf skemmtilegur.
Texti: Lagið fjallar um bandaríska framhaldskóla fótboltamenn, sem eru heimskir og fá hvaða stelpu sem þeir vilja, og gera ekkert nema skemmta sér þegar þeir eru ekki á æfingu eða að keppa.

16. Self-Pity - 0:57 og 17. Key Lime Pie - 0:36
Þessi lög voru bara á Vínýl útgáfu plötunnar en ég er með CD útgáfuna.


Loka uppgjör.
Platan er fín, hún er hröð, hrá og bassaleikurinn er alveg frábær. Gítarspilið eins og í svo mörgum öðrum pönklögum er aðalega bara power-grip. Lögin eru stutt sem bjargar alveg plötunni þar sem flest lögin er of lík, þeir hefðu alveg getað sleppt High School Football Hero, Rizzo in the Box og Ny-Quil þar sem þau eru að mínu mati verstu lögin og byggjast alveg eins upp og hin. Söngurinn er skemmtilegur og þeir notast mikið við bakraddir, sem kemur mjög vel út í flestum lögunum, þeir hefðu þó getað lagt meiri vinni í hvert lag, en þar sem flest lögin eru svo lík rennur platan eiginlega bara í gegn sem eitt 41 mínútu lag.

Platan fær því þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum frá mér.