Pönkið er ekki dautt, það er ennþá með timburmenn eftir síðasta partý (Frumleg lína, fann hana upp sjálfur)… Ef að pönkið er dautt, þá er rokkið dautt… vegna þess að það eru líklega næstum jafnmargar pönk sveitir og rokk sveitir sem fá ekki lengur mainstream athygli sem þýðir að hvorugt er í raun dautt… Því að það eru ennþá til hljómsveitir sem spila pönk (The Rabble t.d.), þær eru bara ekki lengur heimsfrægar og fá ekki næga athygli.. The Rabble er frekar góð hljómsveit, mæli með “Seeking”, “Carry On” og “Friday Night”. Pönkið hefur þó tekið breytingum… Það er alls ekki jafn, lélegt og það var sem hardcore-punk.. En það lifir, og það gerir rokkið líka. Við sem ennþá hlustum á tónlist sem þess virði er að hlusta á verðum bara að bíða þangað til mainstreamið breytist aftur og þá fáum við tónlistina okkar aftur í öllu sínu veldi :D
Bætt við 25. desember 2008 - 12:48
P.S. ég skil ef þið nennið ekki að lesa þetta allt… En ekki svara mér ef þið lesið þetta ekki allt, og nema þið hafið eitthvað gáfulegt til málana að leggja, vinsamlegast ;D