Það er mjög lítið um pönk í verslunum á klakanum. Besta leiðin til að eignast gott pönk á Íslandi er að mæta á pönktónleika og vonast til að Gagnaugað eða Banana Thrash distro séu á staðnum. Eða hafa samband beint við distroin. Gagnaugað hendir oft listum yfir nýjar sendingar hingað og á taflan.org. Þar er alls konar good shit dót þó að aðal áherslan sé á new school hardcore. Banana Thrash distróið er muuun minna en líka með alls konar dót. Erum með Pólskar kassettu útgáfur af hinum og þessum plötum (Brother Inferior, Manifesto Jukebox, No Hope for the Kids o.fl.) og ég held að við eigum eitthvað eftir af útgáfum frá dönsku útgáfunni Kick ‘N’ Punch sem er hætt núna. Við erum samt aðallega með plötur frá Plan-It-X (folk-punk, pop-punk) og Blue Sanct (indie, folk, experimental, ambient, noise). Ætla líka bráðum að panta inn pönkplötur frá Malasíu þar sem ég spjallaði við gaur sem rekur útgáfu þar á ferðum mínum um austur-evrópu. Er líka spenntur fyrir að fá dót frá Singapore.
Þetta er allaveganna eitthvað sem fólk ætti að skoða ef það vill kaupa pönk. Það er líka eitthvað kúl dót i Geisladiskabúð Valda, 12 tónum og Smekkleysu. Í Smekkleysu eru t.d. tvær Exploding Hearts plötur sem eru skyldueign sem og brasilískar post-pönk útgáfur frá Soul Jazz Records.
Ef þú veist hvað þú vilt er langbest að versla í gegnum netið samt.