Ron Welty, fyrrv. trommuleikari The Offspring (lengst til hægri á myndinni) er ástæðan fyrir því að ég gerðist trommuleikari, held ég bara. Allavega átti hann góðan part í því að keyra mig áfram svo ég kæmist á þann stað sem ég er á í dag hvað varðar trommurnar.
The Offspring er hljómsveit sem ég mun aldrei gleyma þó svo að ég sé löngu hættur að hlusta á hana. Ber endalausa virðingu fyrir þeim og mun alltaf hafa albúmin þeirra (fyrir Splinter, nýja ógeðið) í hávegum.