Æjji er þessi umræða hvort Blink 182 sé pönk eða ekki, ekki orðin svolítið þreytt. Sérstaklega þar sem þessi umræða er keyrð áfram af fólki sem hefur ekki minnstu hugmynd um hvað það er að tala um. Fólki sem er búið að bíta í sig einhverja hugmynd um hvað pönk sé eftir að hafa séð einhverjar rusl heimildarmyndir um Sex Pistols og Fræbbblanna. Fólki sem gerir lítið úr öðrum og þykist vita betur en er í raun mun glórulausara heldur en það gerir sér grein fyrir. Ég er ekki að reyna að dissa fólk eða skapa leiðindi en það er sama andskotans umræðan við hverja einustu mynd af Blink 182. Þetta ætti að vera komið gott.
Blink 182 eru alveg pönk mér finnst þeir bara leiðinlegir. Sum 41 er hinsvegar ekki nálægt því að vera pönk, mesta lagi pönk-popp( eins og no-doubt eða the fratellis)
Nice… Ég hef talað við trommarann. Hitti hann i londonn og sagðist vera kominn alla leið frá íslandi til að sjá þa reyndar var hann með Angels&Airwaves, þa sagði hann,''wow that´s a long drive'' ekta kani.
Ron Welty, fyrrv. trommuleikari The Offspring (lengst til hægri á myndinni) er ástæðan fyrir því að ég gerðist trommuleikari, held ég bara. Allavega átti hann góðan part í því að keyra mig áfram svo ég kæmist á þann stað sem ég er á í dag hvað varðar trommurnar.
The Offspring er hljómsveit sem ég mun aldrei gleyma þó svo að ég sé löngu hættur að hlusta á hana. Ber endalausa virðingu fyrir þeim og mun alltaf hafa albúmin þeirra (fyrir Splinter, nýja ógeðið) í hávegum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..