Hér er mynd af Jonathan Richman (aka Jákvæður Jónatann) sem var aðal gaurinn í Proto-púnk bandinu “Modern Lovers” sem var í gangi eitthvað late 70s.
Þekktasta lagið með þeim er örugglega Roadrunner, en mér finnst það eitt af allra bestu lögum í heimi. Held að t.d. Sex Pistols hafi cover-að það.
Núna er Jónatan hættur öllu punk-in-your-face-attitude-þunglyndi og er orðinn jákvæður. Sum sé: “Jákvæður Jónatann”.
Hann spilar núna eitthvað happy trúbadora-dót. Sem er alveg fínt. Hann hefur spilað tvisvar á Íslandi. Síðast fyrir um tveimur mánuðum. Þess má geta að Jónatann og trommarinn hans spiluðu í myndinni “There is something about Mary”.