Ástralir eru búnir að vera duglegir við að framleiða gríðarlega góð bönd undan farin ár og er kannski best að nefna bönd á borð við King Gizzard and the Lizard Wizard og Tame Impala(sem er nú reyndar solo verkefni tónlistarmannsins Kevin Parker). En ég er ekki hingað komin til þess að ræða sýru rokk/popp. Mig langar að tala um helvítis pönk! Ástæða þess að mig langar að ræða Ástralskt pönk er vegna hljómsveitarinnar The Chats sem að ég rakst á fyrir ekki svo löngu.
Ég hlustaði alla vega mikið á þá á meðan Covid-19 samfélagshömlur stóðu hæðst. Þegar ég fann þá voru þeir búnir að gefa út tvær plötur, The Chats (2016) og Get This in Ya (2017), sem báðar rétt náðu yfir 15 mínútur í lengd. Síðan eru þeir búnir að senda frá sér tvær aðrar skífur, High Risk Behaciour (2020) og Get Fucked (2022). Mín skoðun á þessu bandi er alla vega sú að þeir séu slagara maskínur og eiga meðal annars lög eins og Smoko, Struck By Lightning og Pub Feed. Ef ég ætti að reyna að tengja þetta við íslenskar aðstæður þá eru þeir að einhverju leiti svipaðir og Innvortis, grípandi lag línur og auðveldur texti sem gaman er að syngja með. Eflaust er fólk sem hefur áhuga á pönki búið að kynna sér þess ágætu hljómsveit og skil ég eiginlega ekki afhverju ekkert af þeirra tónlist hefur komist inn á borð Íslenskra útvarpsstöðva á borð við X977 og Rás 2 (hvað ertu að pæla Óli Palli?).
Það sem mér þykir þó skemmtilegast við að hafa komist í snertingu við þessa hljómsveit er að núna býður algóriþminn mér upp á að hlusta á meira Ástralskt pönk meðal annars með því að hlusta á mix playlista af svo kölluðu Áströlsku bílskúra pönki. Hef ég meðal annars rekist á hljómsveitir eins og Amyl and The Sniffers og STIFF RICHARDS sem að gefa The Chats ekkert eftir í grípandi laga smíð. Ef fólk er ekki búið að kynna sér Ástralskt pönk mæli ég eindregið með því. Sjálfur er ég byrjandi og hef kannski ekki fundið margar hljómsveitir sem grípa mig jafn vel og The Chats en það er nóg til.
Það er einhver ferskur blær yfir þessu sem ég næ ekki fullkomlega að koma í orð. Mér finnst ég alveg hafa heyrt í sambærilegum hljómsveitum sem eru mun eldri en það er eitthvað þarna sem vekur athygli. Kannski er ég bara búinn að hlusta á of mikið af Amerískum harðkjarna og Dauðarokki.
Ég hlustaði alla vega mikið á þá á meðan Covid-19 samfélagshömlur stóðu hæðst. Þegar ég fann þá voru þeir búnir að gefa út tvær plötur, The Chats (2016) og Get This in Ya (2017), sem báðar rétt náðu yfir 15 mínútur í lengd. Síðan eru þeir búnir að senda frá sér tvær aðrar skífur, High Risk Behaciour (2020) og Get Fucked (2022). Mín skoðun á þessu bandi er alla vega sú að þeir séu slagara maskínur og eiga meðal annars lög eins og Smoko, Struck By Lightning og Pub Feed. Ef ég ætti að reyna að tengja þetta við íslenskar aðstæður þá eru þeir að einhverju leiti svipaðir og Innvortis, grípandi lag línur og auðveldur texti sem gaman er að syngja með. Eflaust er fólk sem hefur áhuga á pönki búið að kynna sér þess ágætu hljómsveit og skil ég eiginlega ekki afhverju ekkert af þeirra tónlist hefur komist inn á borð Íslenskra útvarpsstöðva á borð við X977 og Rás 2 (hvað ertu að pæla Óli Palli?).
Það sem mér þykir þó skemmtilegast við að hafa komist í snertingu við þessa hljómsveit er að núna býður algóriþminn mér upp á að hlusta á meira Ástralskt pönk meðal annars með því að hlusta á mix playlista af svo kölluðu Áströlsku bílskúra pönki. Hef ég meðal annars rekist á hljómsveitir eins og Amyl and The Sniffers og STIFF RICHARDS sem að gefa The Chats ekkert eftir í grípandi laga smíð. Ef fólk er ekki búið að kynna sér Ástralskt pönk mæli ég eindregið með því. Sjálfur er ég byrjandi og hef kannski ekki fundið margar hljómsveitir sem grípa mig jafn vel og The Chats en það er nóg til.
Það er einhver ferskur blær yfir þessu sem ég næ ekki fullkomlega að koma í orð. Mér finnst ég alveg hafa heyrt í sambærilegum hljómsveitum sem eru mun eldri en það er eitthvað þarna sem vekur athygli. Kannski er ég bara búinn að hlusta á of mikið af Amerískum harðkjarna og Dauðarokki.