Kannski ekkert margar starfandi hljómsveitir sem vinna með nákvæmlega þetta klassíska pönk dæmi. En þróaðist pönkið ekki bara yfir í aðrar áttir og gat af sér nýjar stefnur? Ef hugsað er um pönk sem tónlist sem vinnur með hröð og hrá lög, grófir taktar (noise almennt), DIY-ferði, anti-establishment, klúrleika og klígju þá er kannski margt í nútíma sem gæti fallið að einhverju leyti undir pönk.
Æla (ekki snerta mig) og Grísalappalísa (ABC) kannski það sem mér dettur í hug með nútímalega klassískt pönk. En mikið af raftónlistarsenunni vinnur með svipað element sem svona DIY, noise, anti-establishment dæmi. Ég myndi jafnvel segja að dj flugvél og geimskip væri að hluta til pönk.
Raf-pönk sem vinnur með hávaða: dj flugvél og geimskip, Bjarki (lagið (.)_(.) ).. Björk ( declare independence (gamalt samt)), Andartak..
Post-dreifing dótið er kjarna DIY dæmi.
Íslenskt rapp er rosa mikið "fokk þitt shit ég er að gera mitt shit" sem gefur skít í aðra rappara og "the establishment". Oft smá tilgerðarlegt en Elli Grill er kannski nálægt því að vera með í pönki myndi ég segja. Veit ekki.
pönkið dó ekki beint það bara fór yfir í allar aðrar stefnur. upprunalega pönkið missti líka aðdráttaraflið sitt þegar það eltist með kynslóðinni sinni. þetta er svona við hliðina á pabbarokki. Pönkarakynslóðin er núna að fara á eftirlaun hjá ráðgjafafyrirtækjum, á 2 Landcruisera og fer til Tene tvisvar á ári. ef að pönkið lifir áfram þá er það ekki endilega í hljómsveitum í dag sem eru að "herma" eftir gömlu pönki heldur fólk sem er að gera það að sínu og þróa það áfram. ef það er "ekta" pönk þá er það líklega ekki bara eftirherma af einhverju eldra.
einhverskonar skoðun