Hljómsveitin Vonbrigði gaf út tvær plötur á 9. áratugnum, sjötommuna Sjálfsmorð og Kakófóníu sem var tólftommu þröngskífa. Báðar þessar plötur voru nokkuð ólíkar þeirra þekktasta lagi Ó, Reykjavík sem er í myndinni Rokk í Reykjavík. Þessar plötur hljóma eiginlega alveg eins og Killing Joke nema bara meira goth. Svo var náttúrulega hljómsveitin Kukl sem innihélt Björk og Einar Örn o.fl. en var mjög tilraunakennt og skrýtið band. Mjög gott dót.
Ég hef líka verið í nokkrum svona böndum. Ég og vinir mínir köllum þetta alltaf bara drungapönk eða dauðapönk. Hér eru hljóðdæmi:
Hljómsveitin
SjálfsmorðLagið
5:
http://soundcloud.com/pbppunk/sj-lfsmor-5Hljómsveitin
NornLagið
Helvíti (Live í Hinu Húsinu):
http://thorirgeorg.tumblr.com/post/11410336614/norn-a-fyrstu-tonleikunum-sinumAllir þessir tónleikar verða gefnir út á netinu von bráðar.
Við í Norn tókum líka upp þröngskífu í lok árs 2009 og gáfum út á netinu. Það var áður en við vorum orðin fullt band en það er hægt að downloada því frítt hér:
http://www.pbppunk.com/main/?p=23Áður en Norn byrjaði voru flest okkar í bandi sem hét Tentacles of Doom og við döðruðum við pælingar breskra post-pönk banda í bland við áhrif frá drungalegri böndum amerísku hardcore/pönk senu 9. áratugarins eins og Wipers og T.S.O.L. Þú getur downloadað annarri plötunni okkar frítt hér:
http://www.pbppunk.com/main/?p=25Vonandi gengur ykkur vel að finna meðlimi í bandið ykkar.