Anarkismi er mjög umdeilanlegt, það eru ekki allir anarkistar með sömu skoðanir á hlutunum. En í grundvallar atriðum snýst anarkismi um að allt yfirvald, hvort sem það er ríki, kirkjan eða eithvað annað, er bæði óþarft og kemur í veg fyrir að hæfileikar hvers einstaklings fái að njóta sín. Manneskjur eru færar um að annast sín mál sjálf, sem sagt með samvinnu og almennri virðingu. Allt vald spillir og snýst einungis um að bæta eigin völd í stað þess að hugsa um almenning eða þá sem udir þeim sitja. Einnig að siðferði sé perónulegt sem á að byggja á umhyggju fyrir hvert öðru en ekki bundið niður í lög sem eru síðan framfylgt af lögreglunni eða trúarbrögðum.