Ég var á tónleikunum með þeim 84 og þeir voru ekkert svo leiðinlegir, það var hinsvegar einhver kelling (Annie Anxiety minnir mig að hún hafi kallað sig) sem kom fram á undan þeim sem var gjörsamlega óþolandi.
Mér fannst platan þeirra “The feeding of the 5000” vera helvíti mögnuð á sínum tíma, eins smáskífan “Sheep farming in the Falklands”
Crass voru hópur fólks sem gerðu allt sjálf, sömdu og tóku upp plöturnar og hönnuðu sjálf og bjuggu til plötuumslögin sem voru alveg virkilega flott að mínu mati, mér fannst þetta vera pönk í sinni tærustu mynd, búið til af fólki fyrir fólk, ekkert buisness marketing bransakjaftæði.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.