Söngvari MEST handtekinn fyrir morð! Anthony Lovato, söngvarinn í pönk-rokk hljómsveitinn Mest, var handtekinn í gær (sunnudaginn 26.mars '07) fyrir að hafa stungið mann til bana. Atburðurinn átti sér stað í gærmorgunn fyrir utan íbúðahús í Studio City í Los Angeles.

Að svo stöddu er ekki vitað hvort að Anthony Lovato hafi átt heima í þessari blokk eða verið að heimsækja einhvern, en lögreglu grunar að á einhverjum tímapunkti hafi hann notað vasahníf sinn til að stinga hinn látna.
Lovato sýndi ekkert nema samvinnu með lögreglunni. Hann hringdi í 911 eftir atburðinn og beið svo á staðnum þar til lögreglan og sjúkrabíll kom á svæðið. Talið er að hinn látni hafi ráðist á Lovato og ógnað honum svo að Lovato hafi fundist það nauðsynlegt að verja sig. Þetta var í annað sinn sem að lögreglan hafði afskipti af mönnunum tveimur; fyrra skiptið var kvöldið áður en enginn var þá handtekinn og lögreglan hefur ekki enn gefið upp hvað gerðist þá. Talið er þó að öfundsýki hafi átt einhvern hlut í árásinni/morðinu.
Maðurinn sem Lovato stakk, hinn 25 ára gamli Wayne Hughs, var fluttur á spítala þar sem hann svo lést af sárum sínum. Anthony Lovato var færður í gæsluvarðhald og er haldið þar gegn $1,000,000 tryggingu og þrátt fyrir alla þá samvinnu sem hann hefur sýnt, er mjög líklegt að hann fái þungan dóm.



heimildir: http://www.myfoxla.com