Ég var á tónleikum í gær á Bar 11. Gavin Portland, The Manboys, Morðingjarnir og I Adapt. Það er ekki oft sem ég get farið á pönktónleika og ég er ekki í neinum af böndunum og það verða fleiri þannig í mars sem þýðir bara eitt: pönksenan hérna heima er að stækka. Því fór ég að pæla: hversu margir hérna á huga ætli mæti á tónleika eða hversu margir hafa tékkað á hvað sé í gangi í íslensku pönki bara yfir höfuð. Þá er ég ekki að tala um sjúddirarirei sprelliflipp pönk, heldur alvörugefið dót spilað af fólki sem hefur áhuga á pönki, ekki bara Sex Pistols og Fræbbblunum. Mig grunar að flestir hér séu nú of ungir til að hafa mætt á Bar 11 í gær en nú eru flestir pönktónleikar í Kaffi Hljómalind og þ.a.l. ætlaðir öllum aldurshópum, því íslenskir pönkarar eru svo xPOSIx.

Nú beini ég þessu sérstaklega til þeirra örfáu hérna sem hlusta á eitthvað annað en Sex Pistols eða Blink 182, því ef fólk vissi það ekki þá eru bönd að spila alls kyns pönk og hardcore hérna heima. Við höfum t.d. I ADAPT sem sér um new-school, allt er að hrynja, hardcore þar sem SECTION 8, MODERN LIFE IS WAR og TRAGEDY hefur verið skellt í blandara. Svo eru það INNVORTIS sem sjá um BAD RELIGION, PENNYWISE, 90's skate/popp pönk og eru grípandi og dansvænir og allir syngja með. GAVIN PORTLAND spila ekki oft nú til dags þar sem söngvarinn býr í Englandi en þeir eru sprengja. Indie og hardcore blandað saman eins og 90's hardcore bönd áttu til með að gera. Svona eins og Designs for Automotion platan með SNAPCASE (sem er btw ein besta plata heims) hefði verið grófari og ljótari. THE DEATHMETAL SUPERSQUAD blandar saman áhrifum frá böndum eins og STIFF LITTLE FINGERS, THE OBSERVERS, NO HOPE FOR THE KIDS, LEATHERFACE, JAWBREAKER og EMBRACE og spila straight forward og svolítið dark, melódískt pönk rokk. THE BEST HARDCORE BAND IN THE WORLD lögin eru stutt og hröð. Oft melódísk og kjánaleg en samt alveg hnitmiðuð. Vildu að þeir væru japanskir því japanir gera besta hardcore'ið. Klárlega. BRAT PACK er nýtt band sem hefur ekki ennþá spilað á tónleikum en munu gera það fyrst þann 8. mars í Gamla Bókasafninu, svo þann 11. mars í Kaffi Hljómalind og á Höfn í Hornafirði þann 17. mars. Ég hef ekkert heyrt með þessu bandi en mér skilst að þeir eigi að vera late 70's/early 80's style hardcore pönk í anda BLACK FLAG. Ég bíð spenntur eftir að sjá þau rokka pleisið. THE MANBOYS voru að spila seinustu tónleika sína í gær því 3/4 meðlima bandsins eru að snúa aftur til heimalands síns, Svíþjóðar. Það band inniheldur meðlimi úr frekar stórum sænskum hardcore pönk böndum á borð við THE RATS, AUKTION og DICK CHENEY. THE MANBOYS hljóma mjög sænskir og minna óneitanlega á hardcore bandið D.S. 13 nema ekki eins reiðir. MORÐINGJARNIR eru bara eitthvað. Pönk rokk og skemmtilegir. Töff lagasmíðar, góðir textar og bara frábæret band. Þeir hlusta á BAD RELIGION og DEAD KENNEDYS. Meira veit ég ekki. Að lokum eru það S.T.F. sem spila hratt 80's skate dót. Blanda af THE FACTION, BLACK FLAG, JERRY'S KIDS, MINOR THREAT, J.F.A., AGRESSION, DR. KNOW, D.S. 13, E.T.A., HOLIER THAN THOU? o.fl. Það eru fleiri bönd í gangi og einhver enn í bílskúrnum að æfa sig.

En já, hlutverk þessa þráðar er að sjá hverjir reyna að fylgjast með því sem er í gangi og hverjir ekki og ef fólk gerir það ekki, af hverju þá?

Já og ef þið eruð í bandi og spilið aldrei á pönktónleikum þá er þetta góður staðuyr til að plögga ykkur. Ef þið eruð flipparar, þá getið þið sleppt því samt.
Paradísarborgarplötur