Tittillagið, og nokkur önnur (Pheonix in flight, Hell to Pay og Distance and Meaning) eru byggð upp eins og ambient lög, endurtekningar, ógreinanlegar melódíur, veggur af hljóði sem rennur saman og myndar eina afslappandi (en niðurbrjótandi í þessu tilviki) heild. Diskurinn í heild sinni magnar þetta líka svakalega, hann flæðir svo vel á milli laga að eftir fyrstu mínúturnar ertu bara kominn í einhverja leiðslu.
Vissulega er þetta hávært, annars væri ætti noisecore stimpillinn ekki við, en þetta er einnig ambient að vissu marki.