No One Wants an Alien
D-7
Ég veit ekki hvort það sé auðvelt að eignast plöturnar þeirra í dag. Over the Edge var gefin út á Braineater Records árið 1983 (já ég ætla að skrifa um 80's bönd hérna, andskotinn hafi það) og ég geri ráð fyrir að hún hafi verið endurútgefin því ég keypti hana á venjulegu verði. Til allrar hamingju gáfu Sub Pop út fyrstu skífu Wipers út og eru búnir að endurútgefa hana og því ætti ekki að vera erfitt að nálgast hana og jafnvel fá plötubúðir hér heima til að panta frá þeim þar sem þær fá allar plötur þaðan. Ég veit samt ekki hvort hún sé bara til á geisladisk eða hafi verið pressuð líka á vínyl. Ég persónulega vona að vínyllinn sé til.
Paradísarborgarplötur