Andspyrna hefur verið með einhver blöð í dreifingu hér á landi eins og Maximum Rock ‘N’ Roll, Slug & Lettuce, Profane Existence, Short, Fast & Loud og nú von bráðar Razorcake. Færð þetta samt ekkert í búðum. Best bara að mæta á DIY hardcore/punk tónleika og vona að Andspyrna sé með distro. Reyndar mun Banana Thrash sjá um þessi blöð á næstunni.
Slug & Lettuce er samt frítt og liggur oft í bunkum í plötubúðum eins og Smekkleysu og 12 Tónum. Svo getur líka kíkt í Anarkistabókasafnið í Friðarhúsi sem er staðsett á horninu á Njálsgötu og Snorrabraut sem er opið frá mánudegi til miðvikudags frá 16-20.
Þessi blöð sem ég nefndi eru öll non-profit.