Billy Talent er post-hardcore punk hljómsveit frá Kanada og er ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 og samanstendur af fjórum tónlistarmönnum, þeim Benjamin Kowalewics (söngur), Ian D’Sa (gítar/bakrödd), Jonathan Gallant (bassi/bakrödd) og Aaron Solowoniuk (trommur/slagverk). Þó svo að það sé oft sagt að þeir dragi rætur sínar í pönk, segir hljómsveitin að þeir að engar hljómsveitir hafi veitt þeim innblástur; þar sem þeir hermdu ekki eftir hljómsveitum á þeim tíma. Þeir hljóma frumlega og einstaklega, eitthvað öðruvísi en þegar þeir byrju fyrst að spila.
Hljómsveitin var búin að spila í rúman áratug áður en þeir nápu vinsældum.
Upprunalega, á árunum 1993-’98, hét hljómsveitin Pezz. Hljómsveitin á uppruna sinn að rekja til Mississauga, Onatrio. Árið 1993 voru þeir Ben og Jon í hljómsveit sem hét “To Each His Own”, þar sem Jon spilaði á bassa en Ben á trommur (ath að Ben er söngvari í Billy Talent). Þegar að Ben áhvað að hætta að spila á trommur og fara að singja kom Aaron til sögunnar í hans stað á trommurnar.
Þegar þeir first hittu Ian var það baksviðs á hæfileika keppni skólans sem þeir sóttu. Ian var að spila með annari hljómsveit sem kallaði sig “Dragonflower”. Þessi tvö bond fóru svo að spila saman á pool klúbbum og börum. Á endanum spurði Ben hvort Ian væri til í að stofna nýja hljómsveit með sér, Jon og Aaron. Honum langaði að stofna band sem væri mera skapandi, og Ian tók því. Í fyrstu kölluðu þeir sig “The Other One” en skiptu svo yfir í “Pezz”.
Fyrstu upptökur af Pezz var ódýrt fjögurra laga demó. Demó-ið var tekið upp í kjallaranum hjá Ian í Júlí ’94. Demoluca kölluðu þeir það, eftir vini þeirra Jason Deluca, sem ákvað að koma og berja á glugga kjallarans á meðan þeir voru að taka upp. Í janúar næsta ár (1995), ákvæðu þeir að taka upp annað demó og settu þeir allir einhvern pening í það svo þeir myndu fá betri gæði í þetta sinn. Þeir fengu mann að nafni Dave Tedesto hjá “Signal to Noise” stúdíó til að taka það upp og fékk það nafnið Dudebox.
Það var ekki fyrr en 1998, sem kostaði sitt fyrir meðlimi hljómsveitarinnar, sem þeir tóku upp sína fyrstu plötu í fullri lengd. Þeir tóku upp plötuna í samstarfi við pródúserinn Brad Nelson, sem hefur verið verið tilnefndur til Juno verðlauna (verðlaun sem afhend eru til Kanadískra tónlistarmanna og hljómsveita). Plötuna tóku þeir upp í studíó-i sem hét “Great Big Music”. Því miður náði platan aldrei að seljast almennilega.
Árið 1999 lenti Pezz í vændræðum útaf pönk hljómsveit frá Tennessee, sem notaði sama nafn. Hljómsveitin frá Tennessee gaf út sínar fyrstu upptökur árið 1990 og sína fyrstu plötu í fullri lengd árið ’95. Í fyrstu var þeim (Billy Talent strákunum) hótað lögsókn og $5000 til bóta fyrir þá í Amerísku Pezz hljómsveitinni. En áður en svo var, árið 2001, skipti hljómsveitin um nafn og voru nú Billy Talent. Nafnið Billy Talent er komið úr bókinni Hard Core Logo, skáldsaga eftir Michael Turner, en það var gítarleikar í bókinni sem var kallaður Billy Talent. Þrátt fyrr að það hafi meira að segja verið gerð kvikmynd eftir bókinni þá héldu margir aðdáendur að Ben, söngvari hljómsveitarinnar, héti Billy Talent.
Nú þegar þeir voru búinir að skipta um nafn fór tónlistin að verða hrárri og að stefna átt til pönksins. Á þessum tíma hitti Ben samstarfsmann sinn, konu að nafni Jen Hirst, á útvarpstöð sem hann vann á í Toronto. Hún hafði séð þá spila sem Pezz og sagði Ben henni að kíkja á þá á klúbbi sem þeir voru að spila. Þessu átti Ben ekki eftir að sjá eftir því Jen var seinna ráðin til “Warner Music Canada” í A&R (Artists and Repertoire), sem er linkurinn á milli tónlistarmanns og plötufyrirtæki. Með þessum tengslum fengu þer pródúser að nafni Gavin Brown og prufu samning hjá fyrirtækinu. Áður en demo-plöturnar voru teknar upp hringdi umboðsmaður frá ríkinu í A&R menn hjá Atlantic Record, sem voru í Toronto, og beðið þá um að kíkja á þá spila í æfingarsvæði þeirra. Demó-plöturnar voru svo gefnar út á fjögurra laga EP plötunni Try Honesty í september 2001.
Árið 2002 tölalaði hljómsveitin við menn hjá Atlantic Records og Warner Music Canada. Og haustið 2003 gáfu þeir út plötu í fullri lengd sem kallaðist einfaldlega “Billy Talent”. Lagið Try Honesty varð fljótlega mjög vinsælt og fylgdu því á eftir lögin The Ex, River Below og Nothing To Lose seint árið 2003 og 2004. Þar sem þeir spiluðu í Kanada seldist upp og einnig í Bandaríkjunum, þeir náðu einnig góðum vinsældum í Evrópu. Þeir fengu Juno og MuchMusic Video verðlaun. Þeir fengu platinum plötu í Kanada.
Önnur plata Billy Talent, Billy Talent II, var tekin upp í Warehouse Studio með Gavin Brown og Chris Lord-Alge. En núna fékk gítarleikari þeirra, Ian D’Sa tækifæri til að prufa að pródúsera. Þeir coveruðu lagið Cold Turkey eftir John Lennon og Ever Fallen in Love? Með Buzzocks á þeim tíma.
Um haustið 2005, láku á internetið (af ásettu ráði) demo af laginu Red Flag, þótt að það væri búið að vera í leikjum á borð við Burnout og SSX On Tour. Á jóladag (2005) var hægt að niðurhala lögunum Devil In A Midnight Mass og Surrender á síðu hljómsveitarinnar og aftur á Valentínusar dag (2006).
Platan, Billy Talent II, kom svo út í búðir 27 júní 2006. Hún fékk straks athyggli og var efst á vinsældarlistum Kanada. Þeir fengu einnig góðar móttökur í Þýskaland og hlutu einnig fyrsta sætið á vinsældarlistum þar og var á lista yfir top 10 mest seldu plöturnar þar í landi, send voru 200,000 eintök til Þýskalands. Þeir fengu samt ekki eins góðar móttökur í Bandaríkjunum þar sem þeir voru númer 134 á topp listanum yfir seldar plötur og seldust bara 7,231 plata á fyrstu vikunni. Þrátt fyrir það þá seldust 700,000 plötur um allan heim og 215,000 í Kanada og fengu því Platinum.
Þeir eru ekki eins reiðir á þessari plötu en á þeirri fyrri, þar sem þeir “þroskuðust” sem hljómsveit.
Þó svo að það sé oft sagt að þeir dragi rætur sínar í pönk, segir hljómsveitin að þeir að engar hljómsveitir hafi veitt þeim innblástur; þar sem þeir hermdu ekki eftir hljómsveitum á þeim tíma. Þeir hljóma frumlega og einstaklega, eitthvað öðruvísi en þegar þeir byrju fyrst að spila.
—
Heimildir eru aðalega af wikipwdia.org