Þar sem mér finnst þetta áhugamál vera frekar dautt þá áhvað ég að skrifa grein fyrir þessa nokkru sem skoða það.
Nýbylgan er svoa það sem hefur heillað mig mest af þeim mörgu stefnum sem pönkið hefur þó svo að ég hlusti nú líka á annað innan pönksin. Nýbylgju pönk er svona samblanda af pönki og popp tónlist, tónlist sem höfðar til aðeins fleiri en þeirra sem hlusta á gamla góða harðkjarnann.
Hljómsveitir sem spila nýbylgju eru t.d. Blondie, Violent Femmes, The Stranglers, Green Day, Blink 182, Sum 41 o.s.frv.
Orðið nýbylgja er notað yfir hljómsveitir sem spila ekki eins hávaðasama tónlist og kannski meira popp á meðan að orðið/in “post pönk” er notað yfir þá sem eru meira harðkjarna og meira skuggalegt.
Önnur orð sem fólk notar yfir nýbylgju pönk eru orð eins og “faux-punk”, “mall punk”, “pseudo-punk” og “bubblegum punk”. En “mall punk” er mest notað yfir þær hljómsveitir sem eru mest “sell out” . Sem sagt þær eru með hluti tengda hljómsveitinni í verslunarmiðstöðvum og frægri búð sem kallast Hot Topic.
Nýbylgja hefur verið til alveg frá því í kringum 1980 en í febrúar árið 1994 gaf hljómsveitin Green Day út plötu sem nefndist Dookie, fyrsta platan þeirra hjá stóru plötufyrirtæki. Þeir komust strax í spilun á MTV og fleiri þannig stöðvum. Þegar þeir gáfu síðan út lagið Basket Case þá slógu þeir strax í gegn og hafa verið stórt nafn síðan. Þetta var svona byrjunin af því sem við köllum nýbylgju í dag.
Stuttu eftir að Green Day gáfu út Dookie, gaf hljómsveitin The Offspring út plötuna Smash. Platan seldist í 14 milljónum eintaka um allan heim.
Þessar tvær plötur Dookie og Smash komu af stað hljómsveitum eins og Rancid, NOFX, Bad Religion, MxPx, Pennywise, Jawbreaker, Smoking Popes, Lagwagon og Anti-Flag.
Svo hefur folk eitthvað verið að tala um Nýbylgju af nýbylgju (New Wave of New Wave) og að það væru hljómsveitir á borð við Kaiser Chiefs, Franz Ferdinand, The Killers og The Bravery, en í dag eru þessar hljómsveitir flokkaðar undir Indie.