—
Bromleyliðsaukinn (the Bromley contingent) var hópur aðdáenda og fylgjenda Sex Pistols. Hópurinn tók nafnið frá Bromleyhverfinu í London þar sem þau flest bjuggu. Þau gerðu mikið í því að skapa tísku pönkhreyfingarinnar í Bretlandi.
Hópurinn innihélt Siouxsie Sioux, Soo Catwoman, Jordan, Simon Barker, Debbie Juvenile, Linda Ashby, Philip Salon, Simone Thomas, ‘Berlin’ (Bertie Marshall), Tracie O'Keefe, Steve Severin, Tony James og Billy Idol.
Bromleyliðsaukinn varð mest áberandi þegar nokkur þeirra komu fram ásamt Sex Pistols í hinu fræga Bill Grundy viðtali í desember 1976. Ginntur áfram kallaði Steve Jones (gítarleikari Sex Pistols) Bill Grundy “rotter” (aumingji, viðbjóður, rotinn maður) eftir að hann var að reyna við Siouxsie og notaði orðið fuck í sífellu í sjónvarpsþættinum Today sem var sýndur snemma á kvöldin á Thames sjónvarpsstöðinni. Þrátt fyrir að þátturinn var aðeins sýndur á Thames, komst atvikið í öll blöð og Sex pistols var litlu seinna sagt upp af plötufyrirtækinu EMI sem þeir voru á samning hjá.
Margir úr Bromleyliðsaukanum stofnuðu sínar eigin hljómsveitir, t.d. Siouxsie & The Banshees og Generation X. Oft er talið að þau hafi haft meiri áhrif á pönktískuna en Malcolm McLaren og Vivienne Westwood og búðin þeirra SEX. Það sem Siouxsie Sioux kom með fram á sjónarsviðið, svo sem fetish og BDSM klæðnaður og einstakur förðunarstíll, heldur áfram að lifa í pönk og goth tísku.
Sagt var að Sid Vicious, bassaleikarinn sem kom í stað Glen Matlock í Sex Pistols, hataði Bromleyliðsaukann. Sumir segja að Vicious hafi fundið upp Pogoið með því að vera alltaf að hrinda þeim í 100 klúbbnum (samkvæmt öðrum fann hann þetta upp vegna þess að hann var að hoppa uppá axlirnar á öðru fólki til að sjá betur). Þetta er ólíklegt þar sem hann var oft með þeim og var í stuttann tíma trommari Siouxsie & the Banshees.
Þeim er lýst í ‘The Boy Looked At Johnny’ eftir Burchill/Parsons sem ‘a posse of unrepentant poseurs, committed to attaining fame despite the paucity of talent other than being noticed; achieving their aim by displaying themselves in a manner meticulously calculated to kill,’ (hópur iðrunarlausra tildurrófna helgaðar því að öðlast frægð þrátt fyrir skort á hæfileikum öðrum en þeim að láta taka eftir sér; að ná takmarkinu með því að láta sjálf sig líta út fyrir að vera vandvirknislega útreiknuð til að drepa). Þetta kallar maðuyr hrós!
Hér segir Norah, kona Johnny Rotten, frá Siouxsie á tónleikum: Ég var steini lostin… hún gekk um í einhverskonar sokkaböndum með brjóstahaldara og öll brjóstin voru út. Ég var lömuð… Þetta kvöld gat ég ekki hlustað neitt á Pistols afþví Siouxsie sat einni röð fyrir aftan mig. Ég var svo út úr af því ég gat ekki hætt að glápa á brjóstin á henni (“I was shocked…she was walking around wearing some suspenders and a bra with her whole tits out. I was stunned… That night I couldn't listen to the Pistols at all because Siouxsie was sitting one row behind me. I was so uncool because I couldn't stop looking at her tits”).
Ein úr hópnum var Simone Thomas “Ég var sextán á þessum tíma. Líf mitt snérist um David Bowie, Roxy tónlist og að klæða mig upp og fara á tónleika. Ég hitti Siouxsie á Roxy tónleikum. Hún var frá sama hluta í London og ég og hún byrjaði með Steve Severin… við urðum þekkt sem Bromleyliðsaukinn eftir að Sex Pistols spiluðu í Orpingtonhálskóla… við vorum fyrstu aðdáendurnir í rauninni”(“I was 16 at the time. My life revolved around David Bowie and Roxy Music and dressing up and going to gigs. I'd met Siouxsie at a Roxy Concert. She was from the same part of London as me and she started going out with Steve Severin….we became known as the Bromley Contingent after the Sex Pistols played Orpington College….we were the first fans in fact”).
Þetta segir Johnny Rotten í ævisögunni sinni um tískuhlutann: “Í fyrstu voru þetta bara strákarnir… (en) hægt… kom þetta allt saman. Fyrstu stelpurnar voru Bromleyliðsaukinn, Siouxsie & The Banshees og þannig fólk. Þær voru með útaf meiri tískubólu. Þær fíluðu þetta elegans útlit Roxytónlistarinnar. Á endanum urðu þær leiðar á því, svo þær byrjuðu að rífa netasokkabuxurnar sínar og ganga í ruslapokum. Þetta fólk fékk nafnið frá Bromley, hverfi í suður-London. Eftir Pistolstónleika, buðu þær okkur til þeirra í partí… Siouxsie var ekki í neinu að ofan, eða í nærbuxum, í sokkabuxum og svuntu með svipu!!! ”(“At first it was just the boys.. (but) slowly… it came together. The first girls to join in was the Bromley Contingent, Siouxsie &The Banshees and people like that. They joined in for a more fashionable reason. They were into the Roxy Music look of sophisticated elegance. Eventually they got bored with that ,so they started to rip their fishnets and wear plastic bin liners. They got their name from Bromley, a suburb of south London. After a pistols concert, they'd invited all of us over to their house for a party…Siouxsie was topless, knickerless, and wearing tights, stilettos and an apron while carrying a whip !!!”
Billy Idol sagði:“Þeir voru það sem við okkur langaði að gerðist. Ef við sáum fyrir okkur rokkhljómsveit frá miðjum áttunda áratugnum þá stóð það fyrir framan okkur. Sex pistols. (”They were what we wanted to happen. If we could visualise the rock band of the mid-seventies, there it was in front of us. The Sex Pistols.“)
Það sem var svo heillandi við Sex Pistols varð til þess að Siouxsie, Severin og Billy Idol byrjuðu að reyna fyrir sér í tónlist. Billy með Tony James í Chelsea og Siouxsie fór í margar áheyrnarprufur, sem ekki báru árangur, fyrir barhljómsveitir (ég vildi óska að ég hefði séð það). Svo þau ákváðu að stofna hljómsveit fyrir 100klúbbshátíðina (the 100 Club Festival). Á síðustu stundu hætti Billy við og skildi Marco Pirroni á gítar og Sid Vicious á trommum eftir með Siouxsie að syngja. Það sem úr varð er öllum kunnugt.
Eina atvikið þar sem bæði Bromley og Sex Pistols komu við sögu í einhverskonar fjölmiðlasirkus var Bill Grundy viðtalið. Þú kæri lesandi verður að muna það að breska sjónvarpið hafði aðeins tvær stöðvar og þar var allt eins sápuþvegið, bæði umhverfi og talsmáti, og í klaustri. Hljómsveitinni og fríðu föruneyti hennar leiddist greinilega og á bakvið voru Siouxsie, Severin, Simone og Simon Barker þegar þetta:
Grundy: What about you girls behind ?
Glen: He's like your Dad in'he, this geezer, or your grandad ?
Grundy: Are you worried or just enjoying yourself.
Siouxsie: Enjoying myself.
Grundy: Are you?
Siouxsie: Yeah.
Grundy: Ah that's what I thought you were doing.
Siouxsie: I've always wanted to meet you.
Grundy: Did you really ?
Siouxsie: Yeah.
Grundy: We'll meet afterwards, shall we ? (Siouxsie makes a face)
Steve: You dirty sod. You dirty old man.
Grundy: Well keep going chief, keep going…Say something outrageous.
Steve: You dirty bastard.
Grundy: Go on, again.
Steve: You dirty f****ker !
Grundy: What a clever boy !
Steve: What a f***ing rotter ! (laughter from bands and fans)
As the end credits come up Lydon looks at his watch bored while Steve the rest bump and grind to the music.
gerðist.
Héðan í frá yrði ekkert eins fyrir neitt þeirra og þá sérstaklega meðlimi Pistols þegar fjölmiðlasirkusinn tók við.
Hvað gerðist svo þegar Bromley stofnuðu sínar eigin hljómsveitir?
Billy Idol: ”Við fórum oft á Louise's (“gayclub”) og skemmtum okkur. Okkur langaði að gera hluti saman svo að við gætum fundið þetta allt saman vaxa. En seinna varð þetta bara illgjarn metingur. Allir byrjuðu að stofna sínar eigin hljómsveitir og það var fáránlegt hvernig við létum við hvert annað. Á þeim tíma hafði stefnan ekkert nafn. Þá kom Caroline Coon með nafnið pönk."
Pönkið var komið og farið á stað. Billy Idol stofnaði Generation X. Siouxsie og Steve Severin héldu áfram í the Banshees. Ólögráða, flatbrjósta Soo Catwoman tvífari birtist í The Great Rock ‘n’ Roll Swindle og restin hélt áfram með lífið, fóru eða komu seinna eins og Steve Strange í New Romantic hreyfingunni, að fronta Visage.
Hvað varð um Soo og Debbie?
Svo nú vitum við það. Debbie hélt áfram og varð ljósmynda klámstjarna langt fram á níunda áratuginn og ég veit ekki betur nema hún sé enn að.
Og Soo Catwoman fjaraði út úr myndinni og varð mamma!
–
Þetta var saga Bromley liðsaukans eða The Bromley Contingent eins og þau eru þekktust. Ég vona að þetta hafi verið skemmtileg lesning og þakka fyrir mig.
^^
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.