Joey Ramone Joey Ramone aka. Jeffry Ross Hyman fæddist 19. maí 1951. Hann ólst upp í Forest Hills í Queens, þar sem hann sótti Forest Queens High School.
Þegar hann var þrettán ára byrjaði hann að spila á trommur og spilaði á þær í gegnum táningsárin.
Upprunalega var Joey trommari Ramones en Dee Dee Ramone (Douglas Glenn Colvin) söngvari, en Dee Dee átti erfitt með að syngja og spila á bassa í einu svo að Tommy Ramone (Thomas Erdelyi) stakk upp á því að Joey myndi syngja.
Sagt var að Hyman væri “hjarta og sál” The Ramones, og uppáhaldslögin hans voru ballöðurnar og ástarlögin. C. J. Ramone kallaði hann “hippie of the group”.
Joey talaði ekki við Johnny Ramone (John Cummings) í langan tíma af því að Johnny “stal” kærustunni hans Joeys, Lindu, sem hann var að vísu hættur með, og giftist henni seinna. Johnny talaði um þetta í End of the Century: The Story of the Ramones. Greinin segir líka að útaf ástarþríhyrningnum hafi Joey samið “The KKK Took My Baby Away” fyrir plötuna Pleasant Dreams.
Árið 1994 kom hann fram með Sibling Rivalry ásamt bróður sínum, Mickey Leigh. Þeir gáfu út eina plötu, In a Family Way EP.
Joey hjálpaði til við að semja og tók upp lagið ”Meatball Sandwich“ með Youth Gone Mad. Í stuttan tíma fyrir dauða hans tók hann hlutverk umboðsmanns og framleiðanda fyrir pönkrokk hljómsveitina The Independents Independents band Bio.
Síðasta upptakan af honum sem söngvara var hann að syngja bakraddir, fyrir geisladiskinn One Nation Under fyrir rokkhljómsveitina Blackfire. Hann söng í tveimur lögum, “What Do You See” og “Lying To Myself”. Geisladiskurinn sem kom út árið 2002 vann sem besti pop/rokk geisladiskur ársins á Native American Music Awards.
Joey Ramone dó úr lyphomu á Presbyterian spítala í New York þann 15. apríl 2001. Hann var að hlusta á lagið “In a Little While” með U2 þegar hann dó. Þetta var um þann tíma þegar U2 var með Elevation túrinn. Út af þessu kynnti Bono alltaf lagið sem var upprunalega um ástarþrungna timburmenn en Joey hafði breytt því í gospel lag.
Sólóplatan hans, Don’t Worry About Me kom út árið 2002, og innihélt hún coverið af “What a Wonderful World” með Louis Armstrong.
Þann 30. nóvember 2003 var blokk í East 2nd Street í New York, þar sem Joey hafði einu sinni búið með Dee Dee, nefnd Joey Ramone Place, og hún er nálægt CBGB’s þar sem Ramones byrjuðu. Mamma hans, Charlotte Lesher og bróðir hans, Mickey Leigh halda árlega upp á afmæli Joeys í rock ‘n’ roll næturklúbbum í New York.
Joey er grafinn í Hillside kirkjugarði í Lyndhurst.


Plötur sem Joey hefur gefið út fyrir utan Ramones:

In a Family Way EP – Sibling Rivalry (1994)
Merry Christmas (I Don't Want to Fight Tonight) single – Joey Ramone (2001)
Don't Worry About Me – Joey Ramone (2002)
Christmas Spirit…In My House EP – Joey Ramone (2002)
Ramones: Leathers from New York EP – The Ramones og Joey Ramone (solo) (1997)

Smáskífur:

”I Got You Babe“ (1982) (Dúett með Holly Beth Vincent)
”What a Wonderful World" (2002)



19. maí 1951 – 15. apríl 2001
R.I.P.