Sid Vicious aka. John Simon Ritchie fæddist þann 10. maí árið 1957 í London. Foreldrar hans hétu John og Anne Ritchie. Pabbi hans fór frá þeim þegar Sid var enn frekar ungur Mamma hans flutti þá með þau til spænsku eyjunnar Ibiza og vann þar við að selja dóp.
Þegar Sid var cirka 8 ára þá giftist mamma hans aftur árið 1965, manni að nafni Christopher Beverley og þau fluttu þá til Kent í Englandi.
Sex mánuðum seinna dó stjúpfaðir hans, Christopher. Árið 1968 bjuggu Sid og mamma hans í leiguíbúð í Tunbridge Wells þar sem Sid sótti Sandown Court skólann.
Samkvæmt Lemmy Kilmister í viðtali við blaðið Mojo, þá seldi Sid LSD á Hawkwind tónleikum, aðeins fjórtán ára gamall.
Árið 1974 var hann þegar byrjaður að taka eiturlyf í æð með mömmu sinni, þá sérstaklega amfetamínupplausn.
Þegar Sid var 17 ára þá var hann þegar á kafi í dópi og var farinn að sýna ofbeldisfullar hliðar til dæmis kyrkt kött, réðist á ellilífeyrisþega og móðgað eldri borgara sér til skemmtunar. Um það tímabil hitt hann þá fyrst John Lydon eða betur þekktur sem Johnny Rotten þegar þeir voru saman í skóla. Johnny Rotten var þá þegar í hljómsveitinni Sex Pistols en Sid var einn stærsti aðdáandi þeirra.
Ritchie tók sviðsnafnið “Sid Viciuos” sem kom hamstrinum hans Johnny Rotten sem hét Sid, Sid hafði nefnilega verið bitinn af hamstrinum og kallaður “Vicious”. Það er líka sagt að nafnið “Vicious” komi frá samnefndu lagi Lou Reeds.
Á sama tímka var hann alltaf með John Lydon, John Wardle (Jah Wobble) og John Gray. Þeir fjórir voru oft kallaðir “The four Johns”
Fyrsta hljómsveitin sem hann var í var “The Flowers of Romance”. En með honum i henni voru Keith Levene og Jah Wooble. Seinna spilaði hann á trommur á fyrsta giggi Siouxsie and the Banshees í 100 Club Punk Festival.
Samkvæmt ljósmyndara hljómsveitarinnar, Dennis Morris var Sid djupt niðri feimin manneskja. En var betur þekktur fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. Á 100 Club punk festival kasdtaði hann bjírglasi sem átti víst að hafa lent í stelpu og hún hafi misst sjíonina á öðru augu. Þetta var aldrei sannað og stelpan hefur ekki fundist. Sama kvöld réðst Sid á fréttamann NME, Nick Kent með mótorhjóla keðju.
Árið 1977 þá tók hann svo við af Glen Matlock sem bassaleikari Sex Pistols. Malcolm McLaren sagði einu sinni: “if Rotten is the voice of punk, then Vicious is the attitude”.
Sagt er að Sid hafi beðið Lemmy úr Motörhead að kenna sér að spila á bassa því hann sagðist ekki kunna neitt. Lemmy segir að Sid hafi verið hræðilegur og vonlaus nemandi.
Í nóvember 1977 hitti Sid amerísku grúppíuna Nancy Spungen og þau byrjuðu strax samband. Hún var djúpt sokkin í heróín og Sid sem sjálfur átti við smávegis dópvandamál að stríða og trúði endalaust á “live fast, die young” ýmindina sína, dróst meira og meira útí heróínið og var orðin fíkill innan skamms. Þau voru rosalega ástfangin þó að sambandið hafi verið mjög ofbeldisfullt og það kom líka niður á Sex Pistols.
14. janúar 1978 eftir tónleika sína í Winterland Ballroom í San Fransisco hættu Sex Pistols eftir að Johnny Rotten gekk af sviðinu.
Sid reyndi þá eitthvað fyrir sér í sólóferil með Nancy sem umboðsmann, þar sem hann vann með mönnum á borð við: Mick Jones úr The Clash, fyrsta basaleikara Sex Pistols Glen Matlock, Rat Scabies úr The Damned og Arthur Kane, Jerry Nolan og Johnny Thunder úr The New York Dolls.
Parið var núna alveg gjörsamlega sokkið í heróínneyslu. Viðtal sýnir parið reyna að svara spurningum úr rúminu sínu, Nancy talar ekki í samhengi og Sid er varla með meðvitund.. Sid var líka mjög nálægt því að deyja úe ofneyslu á heróíni og var á spítala í einhvern tíma.
Um morguninn 12. október 1978 vaknaði hann úr eiturlyfjadauða og fann Nancy dauða á baðherbergisgólfinu í herbergi þeirra númer 100 á Hotel Chelsea í New York, með stungusár á kviðarholi sem hafði blætt út. Hann var handtekinn fyrir morðið þó að hann sagði að hann mundi ekkert eftir að hafa gert þetta. Það eru kenningar um að Nancy hafi verið drepin af einhverjum öðrum, oftast sagt að það hafi verið annar af tveimur dópsölum sem heimsóttu herbergið þeirra á nóttunni.
Eftir að hafa komið fram fyrir rétt í máli Nancy, þá tók sjónvarpsfréttamaður við hann stutt viðtal (klippan birtist í The Filth and the Fury. Hann skalf lítið eitt en virtist edrú, önugur og feiminn:
Interviewer: Are you having fun at the moment?
Vicious: Are you kidding? No, I am not having fun at all.
(long pause)
Interviewer: Where would you like to be?
Vicious: Under the ground.
Interviewer: Are you serious?
Vicious: (quietly, and sad) Yeah.
Virgin-útgáfufyrirtækið borgðai 30.000 dollara tryggingargjald honum til höfðus að kröfu Malcolms McLaren. Áætlunin var að Sid myndi taka upp plötu ásamt Steve Jones og Paul Cook til að safna fyrir réttarhaldskostnaði. Þetta átti að vera samansafn af lögum m.a. (samkvæmt McLaren) White Christmas og Mack the Knife. Það er einnig mögulegt, samkvæmt Paul Cook, að platan ætti að vera samansafn af uppáhaldslögum Sid og hefði innihaldið lög með The Stooges, The Ramones, The New York Dolls og The Heartbrakers. 2. febrúar 1979 var haldið partý vegna útgáfu plötunnar heima hjá nýju kærustunni hans, Michelle Robinson. Þegar hann var í Rikers Island fangelsinu var hann í eiturlyfjameðferð og var líklega edrú. En í partýinu tók hann heróín frá mömmu sinni og fannst látinn næsta morgunn eftir að hafa tekið allt of stóran skammt. Talið er að hann hafi framið sjálfsmorð af því að hann gat ekki lifað án sinnar heitt elskuðu Nancy. Hann var aðeins 21 árs.
Önnur kenning um dauða hans, samkvæmt Richard Houseman lögreglumanni og Alan Parker rithöfundi í heimildarmyndinni Final 24 á Discovery Channel, er að mamma Sid, sem var heróínnotandi sjálf, hafi gefið honum banvænan skammt af ásettu ráði.
Eftir dauða Sids hringdi mamma hans í mömmu Nancy, Deboruh Spungen, og bað um að hann yrði grafinn við hliðina á Nancy, en Deborah neitaði. Það er sagt að mamma hans hafi farið inn í kirkjugarðinn um nóttu og dreift öskunni yfir leiði Nancy svo að þau gætu verið saman að eilífu.
Samkvæmt The Guardian, “Það er líklegra að mamma Sids hafi komið til baka á Heathrow með leifar hans. Malcolm McLaren segir að hún hafi misst krukkuna í komusalnum, og að leifar hans séu enn meðal ferðalanga.
Sid Sings var gefin út af Virgin Records. Þetta var samansafn af live upptökum úr tónleikum hans í Max’s Kansas City í september 1978. Lög á borð við: “C’mon Everybody” og “Something Else” með Eddie Cochran ásamt efni frá Iggy Pop og Johhny Thunders og “My Way” með Paul Ankra/Frank Sinatra. Sid Sings inniheldur líka cover af “Born To Lose” með The Heartbreakers, sem var tekið upp á síðustu bresku tónleikum Sex Pistols á Ivanhoe’s í Huddersfield á jóladag 1977, sem Sid söng.
Ljóðið sem að Sid samdi um Nancy rétt áður en hann dó:
You were my little baby girl,
And I shared all your fears.
Such joy to hold you in my arms
and kiss away your tears.
But now you're gone, there's only pain
and nothing I can do.
And I don't want to live this life,
If I can't live for you.
To my beautiful baby girl.
Our love will never die…