21. Apríl 1947 í Muskegon Michigan, fæddist drengur að nafni James Newell Österberg yngri. Pabbi hans var ættleiddur af sænskri fjölskyldu í Bandaríkjunum en var upprunalega írskur og enskur. Mamma hans var dönsk og norsk að uppruna.
Fyrsta hljómsveitin sem staðfest er að James hafi verið í var the Iguanas. Upp úr nafni hljómsveitarinnar tók hann sér nafnið Iggy. Hann fékk nafnið Pop afþví að einu sinni rakaði hann af sér augabrúnirnar fyrir tónleika og leit út eins og vinur hans með eftirnafnið Pop sem hafði nýlega gengist undir efnameðferð og var augabrúnalaus sjálfur. Eftir að hafa skoðað flestar blúshljómsveitirnar sem þarna var að finna, hætti hann í Michiganháskóla og fór til Chicago til að læra meira um blús. Þar stofnaði hann svo The Psycadelic Stooges sem urðu frægir fyrir tónleika sína þar sem Iggy stökk af sviðinu (og fann þannig upp sviðsdýfuna sem síðan hefur verið margnotuð af ýmsum rokkhljómsveitum út um allan heim), skar sig með glerbrotum og nuddaði hráu kjöti og hnetusmjöri yfir bringuna á sér. Margir hafa reynt að leika þetta eftir á sama hátt, en ég er nokkuð viss um að enginn þeirra hefur komist í hálfkvisti við Iggy.
The Stooges, 1968-1975
Ári eftir frumraun sína, nú nefndir einungis The Stooges, gerði hljómsveitin samning við Elektra Records árið 1968. Fyrstu tvær plötur þeirra, The Stooges (þar sem Iggy var nefndur Iggy Stooge) framleidd af John Cane, og Fun House, seldust illa, þrátt fyrir að þær hefðu varandi áhrif á pönkhreyfinguna. Stuttu eftir að meðlimir hljómsveitarinnar gengu til liðs við hana, hætti hljómsveitin útaf vaxandi heroinfíkn Iggys.
David Bowie bjargaði ferli Iggys með því að taka upp plötu með honum í Englandi. Mað James Williamson á gítar, byrjaði leitin að taktinum. Hvorki Iggy eða David voru ánægðir með hljóðfæraleikarana í Englandi, svo þeir ákváðu að sameina Stooges á ný. Það yrði ekki fullkomin sameining þar sem Dave Alexander myndi ekki spila á plötunni. Hann hafði orðið alkóhólisti, gat ekki spilað á plötunni, og dó 1975. Ron Asheton spilaði líka á bassa í staðinn fyrir gítar þar sem að Williamson spilaði á gítar. Upptökurnar leiddu til þáttaskilaplötu í sögu pönksins Raw Power árið 1973. Eftir að hún kom út gekk Scott Thurston til liðs við hljómsveitina og spilaði á hljómborð/rafmagnspíanó og Bowie hélt áfram að styðja Iggy en eiturlyfjavandamál hans héldu stöðugt áfram. Síðustu tónleikar the Stooges enduðu í slagsmálum milli Stooges og mótorhjólamanna. Eiturlyfjanotkun setti Iggy í pásu í nokkur ár.
Bowie og Berlín, 1976 – 1978
Eftir að Stooges hættu í annað skiptið, tók Iggy upp með James Williamson, en þessar upptökur rötuðu ekki í útgáfu fyrr en 1977 (sem Kill City). Iggy gat ekki ráðið við eiturlyfjafíknina en þrátt fyrir það fór hann sjálfviljugur í meðferð. David Bowie var einn af hinum fáu gestum sem hann fékk þar og hélt áfram að styðja hann í gegnum súrt og sætt. Árið 1976, “þegar ég var ekki að gera mikið” eins og Iggy sagði, tók Bowie hann með á Station to Station túrinn. Þetta var í fyrsta skipti sem Iggy fór á fagmannlegt tónleikaferðalag og honum fannst mikið til koma.
Iggy og David settust að í Vestur Berlín til að venja sig af fíknum sínum. Iggy samdi við RCA og David hjálpaði til við að skrifa og framleiða The Idiot og Lust for Life (bæði gefin út 1977), sem eru taldar tvær bestu plötur Iggys sem einstaklingslistamanns, sú seinni með öðru liði bræðra, Hunt og Tony Sales. Á meðal laganna sem þeir sömdu saman voru China Girl, Tonight og Sister Midnight, sem Bowie söng á sínum eigin plötum seinna meir. Bowie spilaði líka á hljómborð á tónleikum Iggys, sem heyrist í sumum lögum af TV Eye (1978). Í staðinn song Iggy bakraddir á plötu Bowies Low.
Níundi áratugurinn (80’s)
Árið 1982, gaf Iggy út síðustu plötu sína í nokkurn tíma, Zombie Birdhouse, hjá Animal fyrirtæki Chris Stein og Stein framleiddi plötuna.
1983, breyttust örlög Iggys. David Bowie tók upp sína útgáfu af China Girl, sem hafði upprunalega verið á plötu Iggys, The Idiot. Útgáfa Bowies varð vinsæl hvaðanæva í heiminum og sem meðhöfundur lagsins, fékk Iggy þónokkur höfundarlaun. 1984, tók Bowie upp annað Bowie-Pop lag, Tonight, sem gaf Iggy meiri pening í höfundarlaun, sem í fyrsta skiptið var fjárhagslega vel stæður, allaveganna í smá tíma. Áætlanir Bowies fólust í því að hjálpa vini sínum frá því heljartaki sem IRS hafði á honum með því að hafa Iggy með sem meðhöfund á lögum á plötum sínum Let’s Dance og Tonight. Þetta gerði Iggy kleift að taka sér þriggja ára hlé, sem hann yfirsteig heróínfíkn sína á, fór í leiklistartíma og gifti sig.
1985, tók Iggy upp nokkur stef með Steve Jones, fyrrverandi gítarleikara Sex Pistols. Hann spilaði þessi stef fyrir David Bowie, sem fannst þau nógu góð til að bjóða Iggy að framleiða plötuna sem var Blah Blah Blah frá 1986, sem innihélt lagið Real Wild Child sem var endurgerð af Wild One. Lagið komst á topp 10 lista í Bretlandi og varð einnig vinsælt annarstaðar, sérstaklega í Ástralíu, þar sem að Wild One hafði verið notað sem þemalag ABC tónlistarþáttarins Rage.
1987, kom Pop fram (ásamt Bootsey Collins) á plötu sem var með áherslu á hljóðfæraleik, eftir hinn japanska Ryuichi Sakamoto.
Platan sem kom á eftir Blah Blah Blah, Instinct (1988), var allt með allt öðruvísi tónlistarstefnu. Hún hljómaði mest eins og The Stooges af öllum plötum Iggys til dagsins í dag. Plötufyrirtækið sem hann var á samning hjá, sem hafði líklega verið að búast við annarri Blah Blah Blah, sagði honum upp.
Tíundi áratugurinn (90’s)
1990 tók Iggy upp lagið Brick by Brick, sem var framleitt af Don Was, ásamt meðlimum Guns N' Roses og The B-52s, rétt eins og mörgum bakröddum úr ýmsum Hollywoodhljómsveitum sem sumar fóru með honum á tónleikaferðalag og komu fram í tónlistarmyndbandinu Kiss My Blood (1991). Platan fór fyrst í gull í Bandaríkjununum (þá voru yfir 500.000 eintök) og í fyrsta sinn komst lag Iggys, Candy sem var duet með Kate Pierson, á Topp 40 lista í Bandaríkjunum.
Einnig árið 1990, lék Iggy í hinni umdeildu óperu, The Manson Family eftir John Moran, þar sem hann song hlutverk saksóknarans Vincents Bugliosi.
1992, hóf hann samstarf með Goran Bregović að ‘soundtracki’ fyrir bíómyndina Arizona Dream eftir Emir Kusturica. Iggy song fjögur laganna sem komu fram í myndinni: In the Deathcar, TV Screen, Get The Money og This is a Film.
Árið 1992, vann hann með New York-hljómsveitinni White Zombie. Hann tók upp mælt mál sem inngang og útgang lagsins Black Sunshine og hann lék líka rithöfund í myndbandinu við lagið. Hans er getið í lista yfir þá sem fá sérstakar þakkir á plötu hljómsveitarinnar, La Sexorcisto: Devil Music, Vol 1..
1995, var lag Iggys, Lust for life, notað áberandi í myndinni Trainspotting. Nýtt tónlistarmyndaband var tekið upp, sem sýnir Iggy dansa og partar úr myndinni koma inn á milli. Í myndinni voru Iggy Pop tónleikar mikilvægir fyrir plottið, þar sem að þeir bundu enda á samband Tommy og Lizzie. Lagið var einnig notað í auglýsingu fyrir Royal Carribean Cruise Lines (sem var gagnrýnt þar sem að ekki þótti áhrifaríkt að auglýsa snobbað skemmtisiglingafyrirtæki með lagi sem þessu) og líka sem þemalag The Jim Rome Show, sem er íþróttaspjallþáttur í Bandaríkjunum.
Einnig 1995, gaf Iggy út Naughty Little Doggie, ásamt Whitey Kirst á gítar, og smáskífuna I wanna live. Hann meðframleiddi Avenue B ásamt Don Wase árið 1999, gaf út smáskífuna Corruption og framleiddi Beat ‘Em Up, sem úr varð The Trolls.
1997 endurgerði hann Raw Power til að gefa plötunni grófari og hrárri hljóm; aðdáendur höfðu kvartað árum saman um að útgáfa Bowies hafi verið með alltof ómerkilegum bassa og vantað skarpleika.
Fyrri og miðpart tíunda áratugarins kom Iggy nokkrum sinnum fram í Nickelodeon þættinum Adventures of Pete and Pete. Hann lék James Mecklenberg, pabba Nonu Mecklenberg. Hann birtist einnig sem Vorti í Startrek þættinum The Magnificent Ferengi.
Undanfarin ár
Iggy ljáði laginu vinsæla Aisha frá 1999 rödd sína. Hann gerði það einnig í laginu Rolodex Propaganda með At the Drive-In árið 2000.
Á síðastu plata Iggys, Skull Ring frá 2003, eru lög sem hann hefur gert með hljómsveitum eins og Sum 41, Green Day og The Trolls, rétt eins og með Ashetonbræðrum og eftirlifandi meðlimum The Stooges í fyrsta skiptið síðan 1974.
2003, eftir að hafa unnið með Ron og Scott Asheton að Skull Ring, sameinaði hann The Stooges ásamt Mike Watt (sem fyrir var í hljómsveitinni Minutemen) sem fyllti í skarðið fyrir Dave Alexander heitinn og einnig kom Steve MacKay, sem spilar á saxófón, aftur. Þeir hafa verið reglulega á tónleikaferðalagi síðan 2004 og á dagskránni er að taka upp nýja stúdíó plötu framleidda af Steve Albini.
2003 kom út fyrsta ævisaga Iggys sem var í fullri lengd og var gefin út af Omnibus Press. Gimme Danger – The Story of Iggy Pop var skrifuð af Joe Ambrose. Iggy gaf ekki út hvað honum fannst um ævisöguna. 2005 birtist hann ásamt Madonnu, Little Richard, Bootsy Collins og The Roots í bandarískri auglýsingu fyrir Motorola ROKR símann.
Snemma árs 2006 spiluðu Iggy og The Stooges í Ástralíu og á Nýja Sjálandi fyrir ‘The Big day Out’. Núna eru The Stooges að vinna að nýrri studióplötu sem á að bera nafnið The Weirdness og koma út í mars á þessu ári (2007). Hún mun innihalda lög framleidd af Seve Albini.
Í Ágúst 2006 spiluðu Iggy og The Stooges á Lowlands hátíðinni í Hollandi og Sziget hátíðinni í Búdapest, Ungverjalandi.
Paul Trynka, fyrrverandi ritstjóri MOJO og höfundur m.a. The History of Denim og hefur klárað ævisögu Iggys (með hans samþykki) sem heitir Open Up and Bleed og á að koma út snemma þessa árs (2007) í Bandaríkjunum og Bretlandi af Random House.
Iggy kom nýlega fram í brúðkaupi Bam Margera og er nú á tónleikaferðalegi til að kynna nýju plötuna sína.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.