Sid Vicious hét upprunalega John Simon Ritchie og var fæddur í London þann 10. Maí 1957. Pabbi hans hét John og var drottningarvörður. Hann stakk af þegar Sid var nýfæddur. Mamma Sid hét Anne og hann flutti með henni á sínum yngri árum til Ibiza þar sem hún sá fyrir þeim með sölu fíkniefna að sagt var. Þau fluttu síðan aftur til Englands þar sem Anne giftist Cristopher Beverly árið 1965 áður en þau fluttu á venjulegt fjölskylduheimili í Kent. Stjúpfaðir hans dó sex mánuðum seinna og 1968 bjuggu Sid og mamma hans í leiguíbúð í Tunbridge Wells þar sem hann gekk í Sandown Court skólann. 1971 fluttu þau svo til Hackny í Austur-London.
Samkvæmt Lemmy Kilmister í viðtali við blaðið Mojo, þá seldi Sid LSD á Hawkwind tónleikum, aðeins fjórtán ára gamall. Kringum 1974 var hann þegar byrjaður að taka eiturlyf í æð með mömmu sinni, þá sérstaklega amfetamínupplausn. 1975, var hann byrjaður að skaða sjálfan sig og sýna andfélagslega hegðun, sumt segir að hann hafi stundað það að móðga eldri borgar sér til skemmtunnar og annað að hann hafi unnið sem sendill.
Nancy
Nancy Spungen var fædd 27 febrúar 1958 og foreldrar hennar voru Frank og Deborah Spungen. Spungen fólkið voru miðstéttargyðingar sem bjuggu í Huntingdon Valley í Lower Moreland Township í Pennsylvaníuríki, sem var úthverfi í Philadelphiu . Pabbi Nancy var viðskiptamaður og mamma hennar átti litla búð sem seldi heilsufæði. Hún fæddist einum og hálfum mánuði fyrir tímann og þjáðist af ýmsum kvillum. Hún var ofvirk sem barn ogm beitti yngri systkini sín, Susan og David, ofbeldi. Einnig er sagt að hún hafi hótað að drepa barnfóstru og ráðist á mömmu sína með hamri þegar þær voru ekki sammála um hvaða mynd ætti að horfa á. Þegar hún var ellefu ára hafði hún verið rekin úr almenningsskólakerfinu og var í geðmeðferð. Hún er sögð hafa reynt sjálfsmorð þónokkrum sinnum og hafa þjáðst af ofbeldi. Fjölskylda hennar sendi hana á ýmsar stofnanir fyrir vandræðabörn. Hún sagði að á einni slíkri stofnun hefði hún byrjað að reykja marijuana og kynnti það fyrir yngri systkinum sínum þegar hún var heima. Hún Hún var í stuttan tíma í námi við háskólann í Colorado.
Nancy fór að heiman þegar hún var 17 ára og flutist til New York borgar. Þar gerðist hún grúppía og ferðaðist með hljómsveitum eins og Aerosmith, The New York Dolls og The Ramones. Seinna vann hún sem nektardansmey, sem stundum fól í sér vændi. Sagt era ð hún hafi flutt til London með það að áætlun að vinna til sín Jerry Nolan úr The Heartbreakers en hitti The Sex Pistols í staðinn.
Samband þeirra
Í Nóvember 1977 hittust Nancy og Sid í fyrsta skiptið og þau hófu ástarsamband þegar í stað. Nancy var heróínfíkill og Sid, sem trúði á að lifa hratt og deyja ungur, tók upp þann sið með henni. Þrátt fyrir það að ást þeirra var mjög sterk þá hafði árásasarhneigð þeirra og óstöðugt sambandið höfðu ótrúlega slæm áhrif á Sex Pistols. Bæði hljómsveitinni og Sid hrakaði mjög sýnilega á tónleikaferðalagi þeirra um Bandaríkin árið 1978. Á því tónleikaferðalagi hættu Sex Pistols. Nancy og Sid reyndu áfram fyrir sér í tónlist, Nancy sem umboðsmaður Sid.
Dauðar þeirra
Á meðan að sambandi þeirra stóð höfðu Sid og Nancy lokast inní sinni eigin dóp- og sjálfskakðandi veröld. Til er viðtal við þau þar sem þau reyna að svara spurningum úr rúminu sínu: Nancy talar ekki í samhengi og Sid er varla með meðvitund. Sid kom nálægt dauðastund sinni þegar hann tók of mikið af heróíni og var á spítala um tíma. 12. Október 1978 er talið að Sid hafi vaknað úr eiturlyfjadái og fundið Nancy dána, liggjandi í hnipri á baðherbergisgólfinu í herbergi þeirra (númer 100) á Hotel Chelsea í New York. Hún var með eitt stungusár í kviðarholið og blætt út. Sid var handtekinn og kærður fyrir morðið þrátt fyrir staðhæfingar sínar um að hann hefði ekki gert það. Það eru til þónokkrar kenningar um að Nancy hafi verið myrt af einhverjum öðrum en Sid, þá helst af öðrum tveggja eiturlyfjasalanna sem heimsóttu íbúðina um nætur og þeim kenningum fylgja oft aðrar kenningar um hugsanlegt rán á eigum þeirra, þar sem að sumir hlutir voru ekki í íbúðinni (þ.á.m. stórt seðlabúnt).
Eftir að hafa komið fram fyrir rétt í máli Nancy, þá tók sjónvarpsfréttamaður við hann stutt viðtal (klippan birtist í The Filth and the Fury. Hann skalf lítið eitt en virtist allsgáður, önugur og feiminn:
Fréttamaður: Are you having fun at the moment?
Vicious: Are you kidding? No, I am not having fun at all.
löng pása
Fréttamaður: Where would you like to be?
Vicious: Under the ground.
Fréttamaður: Are you serious?
Vicious: (lágum alvarlegum rómi) Yeah.
Virgin-útgáfufyrirtækið borgðai 30.000 dollara tryggingargjald honum til höfðus að kröfu Malcolms McLaren. Áætlunin var að Sid myndi taka upp plötu ásamt Steve Jones og Paul Cook til að safna fyrir réttarhaldskostnaði. Þetta átti að vera samansafn af lögum m.a. (samkvæmt McLaren) White Christmas og Mack the Knife. Það er einnig mögulegt, samkvæmt Paul Cook, að platan ætti að vera samansafn af uppáhaldslögum Sid og hefði innihaldið lög gerð af The Stooges, The Ramones, The New York Dolls og The Heartbrakers. Annan febrúar 1979 var haldið party vegan útgáfu plötunnar heima hjá Michelle Robinson. Þegar hann var í Rikers Island fangelsinu, hafði hann farið í lyfjameðferð og var líklega edrú. Þrátt fyrir það fékk hann sér heróín hjá mömmu sinni í partýinu og var fundinn næsta dag dáinn vegna allt of stórs skammts. Hann var 21 árs. Getgátur eru um að Vicious hafi framið sjálfsmorð vegna þess að hann gat ekki lifað án sinnar elskuðu Nancy. Hann samdi þetta ljóð um hana:
You are my little baby girl,
We share all Our fears.
Such joy to hold you in my arms
and kiss away all your tears.
But now you're gone, there's only the pain
and nothing I can do about it.
And I don't want to live this life any more,
If I can't live for you.
To my beautiful baby girl.
Our love will never die...
Önnur kenning um dauða hans, sett fram af Richard Houseman lögreglumanni og Alan Parker rithöfundi í heimildarmyndinni Final 24 á Discovery Channel, er að mamma Sid, sem var heróínnotandi sjálf, hafi gefið honum banvænan skammt af ásettu ráði.
Eftir að Sid dó, hringdi mamma hans í Deborah Spungen, mömmu Nancy, og bað um að hann yrði grafinn við hlið hennar, en Deborah neitaði. Það eru til ýmsar goðsagnir um hvað varð um ösku Sid. Sú vinsælasta er að mamma hans hafi farið inn í kirkjugarðinn um nóttu og dreift öskunni yfir leiði Nancy svo þau gætu verið saman að eilífu.
Samkvæmt The Guardian er mun líklegra að mamma Sids hafi komið til baka á Heathrow með öskuna. Malcolm McLaren segir að hún hafi misst krukkuna í komusalnum og leifar hans séu enn meðal ferðalanga og séu komnar út um allan heim.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.