Hún var stofnuð árið 1972 af Paul Weller (sem var þá 14 ára), Steve Brooks sem ég fann engar upplýsingar um (nema það að hann spilaði á gítar), Rick Buckler (sem var þá 17) og Bruce Foxton (sem var eins gamall og Rick)
Paul Weller var söngvari hljómsveitarinnar, Steve Brooks gítarleikari, Rick Buckler trommari og Bruce Foxton bassaleikari.
Þeir byrjuðu á að spila cover af Chuck Berry, Little Richards og fleira. Seinna “uppgötvaði” Paul Weller The Who sem höfðu mikil áhrif, þeir breyttu stílnum allveg og hafði mod lífstíllin mikil áhrif ( http://en.wikipedia.org/wiki/Mod_%28lifestyle%29 )
Seinna hætti Steve Brooks og enginn kom í hans stað, þannig að Paul Weller spilaði á gítar…
Síðan gekk punktímabilið í garð og sáu þeir Sex Pistols spila, þeir höfðu áhrif á tónlistarstefnu en samt ekki mikla, en þeir tóku þátt í “punkhreyfingunni” eða hvernig sem maður á að segja það.
Eftir að hafa verið í London og spilað mörg “gig” þá voru þeir búnir að ná athygli í punkinu, þótt að þeir voru mun snyrtilegri og spiluðu mun betur en hinir, líka höfðu þeir mikil áhrif frá 60’s tímabilinu.
1977
Árið 1977 fengu þeir samning hjá “Polidor Records”og fóru að taka upp lög fyrir plötu.
Þeir gáfu út þeirra fyrstu smáskífu árið 1977, hún hét “In the city”, aðeins seinna (í mars) gáfu þeir út fyrstu breiðskífu þeirra sem hét líka “In the city”.
Þeir urðu svo vinsælir að þeir gáfu út aðra breiðskífu sama árið í Nóvember.
Lagið “Art School” af plötunni “In the city”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=yqiMfPe6U7g
Lagið “In the city” af plötunni “In the city”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=ivm0inFdJL8
Lagið “Modern World” af plötunni “This is the modern world”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=cP2pWaKjnlQ
1978
Þeir voru á tónleikaferðum í tvö ár og gekk þeim ekkert vel í USA túrnum…
Þegar þeir ætluðu að taka upp þeirra þriðju plötu 1978 þá var þeim sagt að login væru ekki nógu góð þannig að það var ekki gefið út, en þeir sömdu þá önnur lög og gáfu út “All mod cons” í Nóvember 1978, en platan er talin besta platan þeirra.
Lagið “Down in the tube station at midnight” af plötunni “All mod cons”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=OiHv_VZFJR8
Lagið “David Watts” af plötunni “All mod cons”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=0tiHF7p7y5Q
1979
Þeir gáfu út “Setting sons” árið 1979 líka í Nóvember, eftir að hafa gefið út nokkrar smáskífur. Platan átti að vera “Concept album” (hvað er það á íslensku?) (concept album er plata sem segjir frá einhverju einsog The Wall með Pink Floyd og Tommy með The Who…). Platan átti að fjalla um þrjá æskuvini en mörg lög komu þessu ekki neitt við.
Lagið “The Eton rifles” af plötunni “Setting Sons”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=Pm-uNddRx6M
1980
Þeir gáfu út plötuna “Sound Affects” í Nóvember (kemur á óvart). Lagið “That’s entertainment” var í “List of Rolling Stone's 500 Greatest Songs of All Time” í sæti 306, þrátt fyrir að vera ekkert voðalegt “hit” í Bandaríkjunum.
Lagið “Start!” af plötunni “Sound Affects”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=yiBIodOfAro
Lagið “That’s Entertainment” (acoustic) af plötunni “Sound Affects”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=8O-pjgdVH4g
1981
Gerðist lítið, gáfu ekki út neina plötu eða neitt…
En þeir gáfu út smáskífur…
Lagið “Funeral Pyre” sem var bara gefin út á smáskífu…
[youtube] http://youtube.com/watch?v=-a3UApnk1QE
Ekki gefið út þarna en þeir spiluðu þetta 1981 á þessum tónleikum
Login eru “David Watts” og “Private Hell”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=56olAaEdjfY
1982
Þeir gáfu út þeirra síðustu plötu sem lenti í fyrsta sæti á breska listanum. Hún var gefin út í MARS og ekki í Nóvember! Hún er allveg meiriháttar góð og ég mæli með því að þið kaupið hana á eftir ef þið eruð að kaupa disk ;) Hann heitir “Gift”.
Platan er allt auðruvísi en hinar plöturnar og spila þeir funkaða tónlist, með soul og R&B áhrifum. Frægasta lagið er “Town Called Mallice” og er eitt frægasta lag þeirra.
Eftir “Farewell Tour” í Bretlandi hætti hljómsveitin og fóru þeir að gera annað (auðvitað).
Lagið “Town Called Mallice” af plötunni “Gift”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=r3fDXsPE0Sc
Lagið “Precious” af plötunni “Gift”
[youtube] http://youtube.com/watch?v=o_zUHf0Ijsg
Lagið “Just Who Is The 5 O'Clock Hero?” af plötunni Gift…
[youtube] http://youtube.com/watch?v=6g_WWh_TtRk
I eat MCs like captain crunch