Föt sem voru seld í búðinni SEX sem Vivienne Westwood og Malcolm McLaren áttu höfðu þó nokkur áhrif á pönk tískuna. McLaren segir að þessi stíll hafi haft ein fyrstu áhrifin á Richard Hell þegar McLaren var í New York að sögn sem umboðsmaður New York Dolls (ATH: Í heimildarmyndinni Punk: Attitude, segir David Johansen að McLaren hafi aldrei verið umboðsmaður þeirra, hann hannaði bara föt frir þá og bókaði þá á eina tónleika, the Red Show).
Vísvitandi móðgandi bolir voru vinsælir á fyrri árum pönksins, svosem hinn frægi DESTROY bolur sem hægt var að kaupa í SEX, sem á var nasista hakakross og öfugum róðukrossi. Þessir bolir, eins og annar klæðnaður, voru oft viljandi rifnir. Anarkímerki; skærlitar skyrtur oft þaktar í slagorðum svosem : “Only anarchists are pretty” (“aðeins anarkistar eru fallegir”); gerviblóð; bætur; umdeildar myndir (s.s. portrett af Marx, Stalín og Mussolini) var allt vinsælt. Mjög sérhæfðir jakkar og leðurjakkar voru kynntir snemma og eru enn algengur fítus í pönktískunni.
Vinsæll skófatnaður voru meðal annars : hermannastígvél, mótorhjólastígvél, Brothel creepers, Chuck Taylor All-Star, og seinna Dr. Marten stígvél. Niðurmjóar gallabuxur, þröngar leðurbuxue, buxur með hlébarðamynstri og bandabuxur (buxur sem voru með böndum sem tengdu skálmarnar saman) voru vinsælir kostir. Hár var snoðklippt og oft látið vera í óreiðu, í mótsögn við hið síða fína hár sem var í tísku á sjöunda og framan af áttunda áratugnum. Hár var oft litað í skærum ónáttúrulegum litum, s.s. appelsínugult, skærgult, grænt, næstum hvítt o.s.frv. Þrátt fyrir róttæknina voru þessar greiðslur alls ekki eins ögrandi og þær sem komu seinna, eins og hanakamburinn.
Annað sem pönkarar voru mikið í var t.d.: Öll fötin úr leðri, netasokkabuxur (stundum rifnar), gaddabelti og skartgripir; sikkresnælur (í fötum eða í líkamsgötum, þá oft í kinn); silfurarmbönd og mikill eye-liner á bæði konum og körlum. Margir kvenkyns pönkarar gerðu uppreisn gegn steríótýpunni af konu með því að setja saman ótrúlegustu hluti svosem tútúpils og hermannastígvél.
Pönkklæðnaður var oft venjulegur klæðnaður sem var rifinn og honum haldið saman með sikkresnælum eða límbandi. Ruslapokar urðu að fötum. Hlutir svosem rakvélarblöð og keðjur voru sett á föt eða haft sem skartgripi (einnig nælur eins og hinir frægu eyrnalokkar Johnny Rotten). Leður, gúmmí og vínyls föt hafa verið algeng, líklega vegna tengsla fólksins við S&M kynlífsatferli.
Pönkarar á áttunda áratugnum flögguðu oft undarlegum merkjum svosem hakakrossi eða járnkrossi vegna athyglinnar. Þrátt fyrir það eru flestir pönkarar antirasistar, og þessi tíska hefur snúist alveg við á síðustu tímum. Margir pönkarar eru nú í einhverju sem sýnir yfirstrikaðan hakakross eða antifasista merki.
Allir hlutir eru haldnir heimþrá til jarðarinnar og þess vegna falla þeir þangað þegar tækifæri gefst.