MC5 (greinasamkeppni) ég ætlaði að gera grein um Proto-punk almennt og gera umfjallanir um minnst 3 hljómsveitir en ég er latur bastarður svo ég geri bara smá um proto-punk og flest allt um MC5 með youtube vídeóum.

Proto-Punk (Pre-Punk)
Þær hljómsveitir sem spiluðu pönkaða tónlist áður en pönkið var til og þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem höfðu mikill áhrif á pönk tónlist kallast Proto-Punk eða Pre-Punk. Hljómsveitir eins og The Who,Dr.Feelgood,The Kinks,the MC5 og The Troggs voru að spila pönkaða tónlist áður en pönkið varð til fyrir alvöru. Orðið “Punk Rock” var fyrst notað yfir garage rock bandið ? & The Mysterians sem var stofnað 1962. Forspraki sveitarinar kallaði sig “?” og sagðist vera marsbúi sem hafði lifað í mörg milljón ár sem væri bara að fylgja skipunum frá röddum frá framtíðinni. Hinsvegar var tónlistin ekki sérstaklega pönkuð.

The Motor City Five (MC5)
Rob Tyner- Söngvari
Wayne Kramer- Gítar
Fred “Sonic” Smith- Gítar
Micheal Davis- Bassi
Dennis Thomson- Trommur

Árið 1964 ákváðu fimm ungir menn í Detroit að stofna hljómsveit undir áhrifum frá af Sun-Ra,Chuck Berry,The Who,Rolling Stones og James Brown. Rob Tyner söng á meðan Wayne Kramer og Fred “Sonic” Smith spiluðu á gítar og Micheald Davis og Dennis Thomson héldu takti með trommum og bassa. Þeir byrjuðu ferilinn á því að taka James Brown lög á börum í Detroit en fóru fljótlega að semja eigin lög og tónlistin sem þeir spiluðu var ólík öllu öðru sem í gangi á þessum tíma. Tónlistin var hrá og hröð og textarnir fjölluðu oft um ýmsilegt sem var tabú eða feimnismál. Þetta var furðulegur hópur; Rob Tyner og Wayne Kramer voru með afró og þeir klæddu sig oft annaðhvort í föt sem voru nálægt því að vera í “pönk stíl” (sem var reyndar ekki til á þessum tíma) eða í einhver rosalega fönkí föt sem myndu hæfa James Brown mun betur en þeim sjálfum. Þeir kynntust The Stooges sem voru frá sama bæjarhluta og þeir og spiluðu svipaða tónlist. Það voru einmitt MC5 sem redduðu Stooges plötusammning en Danny Fields frá ElMOTHERFUCKER!“ í byrjun lagsins. Það átti að fjarlæga þetta eða breyta því en meðlimirnir John Sinclair, sem var umboðsmaður þeirra, lögðust gegn því. Plötubúða keðjan Hudson´s neitaði að selja plötuna útaf orðalaginu og deilurnar urðu svo harðar að Hudson´s neituðu algerlega að selja eitthvað sem koma frá Elektra Records. Þá létu þeir birta auglýsingu sem var einfaldlega mynd af Rob Tyner,Elektra lógó-ið einnig stóð ” Fuck Hudson´s“. Eftir þetta riftu Elektra Records samningnum. Önnur umdeild lög á Kick Out The Jams voru Come Together, sem fjallaði á mjög opinskán og frekar grófan hátt um kynlíf og Motor City Is Burning sem fjallaði um kynþátta óeirðinnar í Detroit árið 1967 þar sem Black Panthers börðust í blóðugum bördögum við lögreglu og mikið var um rán. Kramer minnist þess að upptkustjórinn hafi kvartað yfir því að gítarinn hans væri illa stilltur og þetta ætti ekki að vera svona, Kramer sagði honum þá að þetta væri ekki Motown; þetta ætti að hljóma svona, þeir væri að reyna þetta.

MC5 voru allir meðlimir í White Panthers og spiluðu þeir oft á fundum og samkomum. White Panthers voru samtök sem voru stofnuð af John Sinclair og Lawreance Plamondon til að styðja Black Panthers í réttinda barátti svertingja. White Panthers voru álitin vera hættulegstu samtök Bandaríkjana af FBI og að aðeins kommúnismi væri meiri ógn við Amerískan lífstíl. White Panthers voru anarkísk samtök sem þýðir að MC5 var ein fyrsta rokksveitin sem aðhylltist anarkisma.

Eftir að Elektra Records ráku MC5 þá fengu þeir sammning hjá Atlantic og Sinclair fékk Jon Landau, blaðamann hjá Rolling Stone, til að vera Producer. Jon líkaði illa þessi harði,hrái og sýrði hljómur sem einkenndi Kick Out The Jams svo hann sannfærði þá um að seinni platan þeirra ætti að vera meira eins og 50´s rokkið sem þeir höfðu alist upp við. Þeir sammþykktu það og gáfu út Back In the U.S.A. en samnefnd lag eftir Chuck Berry er einmit á henni. Ef maður bæri saman Kick Out The Jams og Back In the U.S.A. gæti maður haldið að hún væri eftir allt aðra hljómsveit eða að það væru mörg ár síðan fyrri platan kom út. The Human Being Lawnmover, sem fjallar um Víetnam, minnir þó eitthvað á fyrri verk þeirra og The American Ruse, sem fjallar um hræsnaralegt viðhorf Bandaríkjamanna til frelsis, minna þó mikið á lögin á Kick Out The Jams. Margir aðdáendur MC5 þoldu ekki Back in The USA til að byrja með, en hún er nú talin vera ein besta rokkplata alla tíma þó svo að hún sé mun síðari en Kick Out The Jams.
ektra Records kom til Detroit til að hitta MC5 og Wayne Kramer benti honum á að tala við the Stooges. Fields fannst þetta svo frábært svo með því að bæði MC5 og Stooges fengu samning hjá Elektra Records.

MC5 gáfu út fyrstu plötuna sína Kick Out The Jams 30 Október 1968. Kick Out The Jams var fyrsta platan er í sögunni sem orðið ”fuck“ er
notað á, en Rob Tyner æpir hátt og skýrt ”And right now it's time to… KICK OUT THE JAMS, MOTHERFUCKER!“ í byrjun lagsins sem ber sama nafn og platan. Það átti að fjarlæga þetta eða breyta því en meðlimirnir John Sinclair, sem var umboðsmaður þeirra, lögðust gegn því. ”motherfucker“ var breytt í ”brothers and sisters“ þegar Kick Out The Jams var endurútgefin á geisladisk. Plötubúða keðjan Hudson´s neitaði að selja plötuna útaf orðalaginu og deilurnar urðu svo harðar að Hudson´s neituðu algerlega að selja eitthvað sem koma frá Elektra Records. Þá létu þeir birta auglýsingu sem var einfaldlega mynd af Rob Tyner,Elektra lógó-ið einnig stóð ” Fuck Hudson´s". Eftir þetta riftu Elektra Records samningnum. Önnur umdeild lög á Kick Out The Jams voru Come Together, sem fjallaði á mjög opinskán og frekar grófan hátt um kynlíf og Motor City Is Burning sem fjallaði um kynþátta óeirðinnar í Detroit árið 1967 þar sem Black Panthers börðust í blóðugum bördögum við lögreglu og mikið var um rán.

MC5 voru allir meðlimir í White Panthers, sem voru stofnuð af John Sinclair og Lawreance Plamondon til að styðja Black Panthers í réttinda barátti svertingja. White Panthers voru álitin vera hættulegstu samtök Bandaríkjana og að aðeins kommúnismi væri meiri ógn. White Panthers voru anarkísk samtök sem þýðir að MC5 var ein fyrsta rokk sveitin sem aðhylltist anarkisma.

Eftir að Elektra Records ráku MC5 þá fengu þeir sammning hjá Atlantic og Sinclair fékk Jon Landau, blaðamann hjá Rolling Stone, til að vera Producer. Jon líkaði ekki sérstaklega við harða,hráa og sýrða rokkið sem einkenndi Kick Out The Jams svo hann sannfærði þá um að seinni platan þeirra ætti að vera meira eins og 50´s rokkið sem þeir höfðu alist upp við. Þeir sammþykktu það og gáfu út Back In the U.S.A árið 1970. en samnefnd lag eftir Chuck Berry er einmit á henni. Ef maður bæri saman Kick Out The Jams og Back In the U.S.A. gæti maður haldið að hún væri eftir allt aðra hljómsveit eða að það væru mörg ár síðan fyrri platan kom út. Tvö lög á plötunni minna þó á Kick Out The Jams: The Human Being Lawnmover, sem fjallar um Víetnam, minnir þó eitthvað á fyrri verk þeirra og The American Ruse, sem fjallar um hræsnaralegt viðhorf Bandaríkjamanna til frelsis.

Margir hörðustu aðdáendur MC5 þoldu ekki Back in the U.S.A. til að byrja með en nú er þetta talin vera ein besta rokk plata allra tíma, þó að hún sé þó mun verri en fyrsta platan þeirra. Og ef maður hlustar vel á flest lögin á Back in the U.S.A þá heyrist að sum þeirra eru mun pönkaðari en Kick Out The Jams.

Þriðja plata sveitarinar var High Time sem kom út 1971, en hún var sýrðari en fyrri verk þeirra enda voru þeir allir sokknir dýpra inn í eiturlyfja neyslu.

Þeir skruppu til London til að taka upp lög fyrir bíómyndina Gold. Stuttu seinna hætti bandið eftir mikla dópneyslu og rifrildi.
Sonic stofnaði Sonic Rendezvous Band og giftist svo Patti Smith og hætti í tónlist til að einbeita sér að fjölskyldunni, hann lést úr hjartaáfalli árið 1994. Kramer endaði í fangelsi fyrir eiturlyfja brot þar sem hann rakst óvænt á Micheal Davis sem var líka í fangelsi fyrir eiturlyf. EFtir að Kramer var sleppt byrjaði hann sóló-feril og hefur gengið ágætlega með það. Rob Tyner fékk hjartaáfall í aftursætinu á bíl sínum árið 1991 og lést samstundis.

KICK OUT THE JAMS
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E7R5OkWVNfM ATH ritskoðuð útgáfa

The American Ruse
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=N6pfU9wli8g

Looking at you
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=p759HunDnoM

Ef einhver af þessum vídeóum virka ekki þá er það alls ekki mér að kenna.