Til að forðast misskilning um annað band sem hét Panic breyttu þeir nafninu í Black Flag seint árið 1978, og spiluðu sitt fyrsta gig undir nafninu Black Flag, 27. Janúar 1979 í Redondo Beach. Nafnið Black Flag merkti bæði anarkísku merkinguna, skordýraeitur spreyið ‘Black Flag’, og var áminnandi á Bresku heavy metal hljómsveitina Black Sabbath. Raymond Pettibon, bróðir Ginns, kom með nafnið og hannaði einnig handa þeim merki, (sjá mynd). Hljómsveitið spreyjaði síðan þetta einfalda merki út um allt í Los Angeles, til að safna athygli, og reita lögregluna til reyði.
Það voru aðeins nokkur tækifæri fyrir pönk bönd að koma fram í Suður Kalíforníu, The Masque var aðal klúbburinn sem var með pönk senuna í L.A., en var frekar svæðisbundið þar sem ekki var oft leyft böndum utan L.A. að spila. Black Flag skipulögðu sín eigin gig, spila í útileigum, húspartíum, skólum, og bara öllum mögulegum stöðum. Þeir hringdu sjálfir í klúbbaeigendur til að ná athygli og hengdu upp hundriði auglýsinga, oftast með eitthverskonar teiknimyndastrípum, á öllum mögulegum almennum stöðum. Dukowski sagði að minnsta kosti hafi farið út 500 auglýsingar fyrir hvert gig.
Ginn var óþreytandi og mjög agaður, en hann var einnig mjög þögull. Dukowski var hæfileikaríkur, talaði hratt og orkumikill og fékk því merkjanlega athygli og hann var oft talsmaður Black Flags í fjölmiðlum. Dukowski starfaði sem túrstjóri jafnvel eftir að hann hætti að spila með Black Flag og var örugglega jafn hásettur og Ginn. Morris kom fram sem söngvari á fyrstu upptökum Black Flags, og hans orkumikla og magnaða sviðsframkoma hjálpaði þeim að safna orðspori á Los Angeles svæðinu. Gagngrýnandinn Ira Robbins tjáði því að Black Flag hafi verið fyrsta Ameríska Hardcore Pönk bandið. Morris hætti árið 1979.
Eftir að Morris hættir bjóða þeir aðdáendanum Chavo Pederast (alvöru nafn: Ron Reyes) sem söngvara. Hann var aðeins í hljómsveitini í nokkra mánuði á miðjum túri, og tóku þá hljómsveitin langa útgáfu af laginu “Louie Louie” og buðu áhorfendum að spreyta sig. Annar aðdáandi Dez Cadena gekk þá til liðs við þá sem söngvari. Með Cadena um borð byrjuðu þeir að túra alþjóðlega. Sumarið 1981 hafði Cadena misst röddina. Hann hafði enga þjálfun í söng eða reynslu sem söngvari, og hafði eyðilagt röddina þegar hann starfaði með Black Flag stanslaust túrandi, og vildi hann þá spila á gítar frekar en að syngja.
Henry Rollins gengur til liðs…
Allar upplýsingar teknar af Wikipedia