The Damned. Fyrsti Hluti. The Damned. Fyrsti Hluti.


Þetta er fyrri hlutinn af sögu bresu pönksveitarinnnar Damned, upprunalega átti þetta að vera ein grein en hún varð bara of löng.

Fyrsti Hluti, pönk tímabilið

Breska pönk sveitin Damned var stofnuð árið 1976 af þeim David Lett, Raymond Burns, Chris Millar og Brian Robertson. The Damned var fyrsta breska pönksveitin til að gefa út smáskífu, plötu og “túra” um bandaríkin. The Damned er einnig ein af upphafshljómsveitum Gota rokksins.
The Damned hafa hætt og byrjað aftur mörgum sinnum auk þess að hafa skipt þónokkrum sinnnum um meðlimi.


Þann sjötta júlí 1976 spiluðu Damned á sínu fyrstu tónleikum með hljómsveitinni Sex Pistols á 100 Club.

Fyrsta plata þeirra “Damned, Damned, Damned” kom út 25 febrúar árið 1977 og var gefinn út af Stiff Records. “Damned, Damned, Damned” er talinn vera fyrsta breska pönk platan.

Lögin á Damned, Damned, Damned
1.Neat, Neat, Neat
2.Fan Club
3.I Fall
4.Born to Kill
5.Stab Your Back
6.Feel the Pain
7.New Rose
8.Fish
9.See Her Tonight
10.One of the Two
11.So Messed Up
12.I Feel Alright(Stooges Cover).

Uppröðunin platan var tekin upp:
Dave Vanian - Söngur
Brian James - Gítar
Captain Sensible - Bassi
Rat Scabies - Trommur

Í mars 1977 fóru The Damned í tónleikaferðalag með Marc Bolan og T-Rex í síðasta tónleikaferðalag Marc Bolans. Stuttu seinna fengu þeir annan gítarleikara til liðs við sig, Lu Edmunds.

Með nýja gítarleikarann í hópnum fóru þeir í stúdíó að taka upp nýja plötu “Music For Pleasure”, Nick Mason pródúseraði plötuna og Jazz saxafón leikarinn Lol Coxhill spilaði einnig á plötunni. “Music for Pleasure” kom út 18 nóvember 1977 og floppaði algjörlega í sölu.

Lögin á Music for Pleasure
1.Problem Child
2.Don't Cry Wolf
3.One Way Love
4.Politics
5.Stretcher Case Baby
6.Idiot Box
7.You Take My Money
8.Alone
9.Your Eyes
10.Creep
11.You Know

Uppröðunin platan var tekin upp:
Dave Vanian - Söngur
Brian James - Gítar
Lu Edmunds - Gítar
Lol Coxhill - Saxafónn
Captain Sensible - Bassi
Rat Scabies - Trommur

Árið 1978 hætti aðalagahöfundur og gítarleikari The Damnded, Brian James, við það sundraðist hljómsveitin og fóru meðlimir ýmist í sóló feril eða aðrar hljómsveitir. The Damned komu síðan saman aftur stuttu seinna án Brian James. Captain Sensible fór þá yfir á gítar og hljómborð og Algy Ward var ráðinn sem nýr bassaleikari sveitarinnar, Damned fengu einnig plötusamning við Chiswick Records á svipuðum tíma.

Með nýjan bassaleikara og nýjan plötusamning fóru The Damned aftur í stúdíó að taka upp nýja plötu, platan “Machine Gun Etiquette” kom út í nóvember 1979 og var stýllinn farinn að hallast að Gota rokki. Eftir að James hætti varð Sensible aðallagahöfundurinn hljómsveitarinnar.

Lagalistinn á Machine Gun Etiquette
1.Love Song
2.Machine Gun Etiquette
3.I Just Can't Be Happy Today
4.Melody Lee
5.Anti-Pope
6.These Hands
7.Plan 9 Channel 7
9.Noise, Noise, Noise
10.Looking At You (MC5 cover)
11.Liar
12.Smash It Up (Part I)
13.Smash It Up (Part II)

Uppröðunin platan var tekin upp:
Dave Vanian - Söngur
Captain Sensible - Gítar
Rat Scabies - Trommur
Algy Ward - Bassi




Heimildir: Wikipedia.org.
Þorkell Hóm Eyjólfsson