Skítamórall – Það besta frá Skímó.
Skítamórall er gömul og góð hljómsveit en hún var stofnuð árið 1989 af fjórum 14 ára gaurum sem eru núna allir orðnir frægar popp stjörnur.
1. Ég opna augun. Lag og Texti: Einar Ágúst.
Þetta er bara flott lag og gott að spila í partyum þannig verð að segja að þetta er meira stuð heldur en hitt .
2. Farin. Lag og Texti: Einar Bárðarson.
Þetta er eitt af bestu lögunum sem þeir hafa sungið að mínu mati og örugglega líka eitt af vinsælustu lögunum þeirra.
3. Lýstu mína leið.Lag: Herbert Viðarsson, Gunnar Ólason, Einar Ágúst. Texti: Einar Ágúst.
Þetta lag er í rólegri kantinum og er mjög gott og líka bara flott lag sem er fyrir marga tónlistaráhugamenn.
4. Sælan. Lag og Texti: Gunnar Ólason.
Þetta er ágætt lag það fer eiginlega bara eftir smekksemi. Það er frekar rólegt og svona eiginlega bara vangalag. Ég verð að segja að mér finnst það persónulega ekki gott.
5. Ennþá. Lag : Einar Bárðarson, Gunnar Ólason. Texti: Einar Bárðarson.
Þetta er mjög gott stuð lag. Ég mæli mikið með þessu lagi. Þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum mínum á disknum.
6. Fljúgum Áfram. Lag:Herbert Viðarsson, Einar Ágúst. Texti: Einar Ágúst.
Þetta er nú ágætt lag Viðlagið mjög fallegt og spennandi mæli bara svona ágætlega
með þessu lagi.
7. Nákvæmlega. Lag:Addi Fannar, Gunnar ólason. Texti: Skítamórall.
Þetta er algjör smellur. Þetta lag er eitt af gömlu lögunum og er alveg súper.
Ekki rosa rólegt og ekki mikið stuð svona heldur bara fínt og flott J.
8. Einn með þér. Lag og Texti Gunnar Ólason.
Þetta er fremur rólegt lag en samt alveg rosa flott. Mér finnst viðlagið frekar gott og eiginlega bara allt gott. Flott lögin sem hann gunni semur J
9. Myndir. Lag og Texti: Einar Bárðarson.
Þetta er rólegt og mjög flott lag ef maður vill eitthvað mjög fallegt lag þá er þetta það. Ég bara mæli með því og vona að þið fái tækifæri til að hlusta á það J
10. Æði. Lag og texti. Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson.
Þetta er gamalt gott stuðmanna lag sem strákarnir tóku upp. Ég er ekki búin að heyra Stuðmanna útgáfuna en þetta er mjög gott og ég fýla það mjög svo. Þetta er alveg brjálað mikið stuð og mjög skondið.
11. Hey, Þú. Lag. Einar Ágúst. Texti: Einar Ágúst, Addi Fannar.
Þetta er algjört stuð lag og mjög gott og fínt hef ekkert vont að segja um það J.
Ég mæli mikið með því þar sem þetta er eitt af bestu lögunum á disknum.
12. Sílíkon.Lag:Einar Ágúst. Texti: Einar Ágúst, Einar Bárðarson.
Þetta er bara gott lag frá byrjun til enda og mikið skondið. Þetta er líka algjört stuð lag sem ég mæli rosa vel með.
13. Með Þér. Lag og Texti Einar Bárðarson.
Þetta lag er örugglega eitt af þeim fallegustu á disknum og Líka rólegt en mjög gott mæli rosa mikið með þessu lagi. Vona að þið fáið tækifæri til að heyra það sem þetta lag er bara flott.
14. Skjóttu Mig. Lag og Texti: Gunnar Ólason, Sigurður Fannar Guðmundsson.
Þetta er eitt gamalt og gott. Þetta er ekkert rosa rólegt né algjört stuð bara svona flott. Ég mæli nú bara með þessu lagi.
15. Þú veist hvað ég meina, mær. Lag og Texti: Sigurjón Ingólfsson, Guðjón Weihe.
Eins og flestir vita er þetta gamalt Þjóðhátíðar lag og mjög flott. Mig minnir að það hafi verið Þjóðhátíðarlag 2000 en ég er ekki alveg viss endileg leiðréttið mig af það er vitlaust.
16. Stúlkan mín. Lag og Texti: Árni Sigurðsson.
Þetta lag er erfitt a dæma því þetta fer bara eftir smekksemi. Persónulega finnt mér það ágætt ekki uppáhald en fínt að hlusta á það einstöku sinnum
17. Drakúla. Lag: Herbert Viðarsson. Texti: Sigurður Fannar Guðmundsson.
Vona að engin móðist en þetta er ekki frábært lag að mínu mati en viðlagið er annars mjög flott. Mér finnst lagið gott en ekki textin ekkert spess. Svo ég væri allveg til í að það væri samin nýr texti J.
18. Live á Gauk á Stöng. Ýmsir.
Þetta lag ( ef það er hægt að kalla það lag ) er bara BULL samt rosa fyndið og ég er allavegana svona 100 sinnum þetta er blanda af spænskum lögum sem meika ekki sence og eitthva enskt þarna í endan en þetta “lag” er alveg 7 min eða hátt upp í 8.
19. Þegar ykkur langar. Þjóðlag /Jónmundur Kjartansson.
Fólk verður nú eigilega bara að dæma þetta sjálft.
Skítamórall:
Arngrímur Fannar Haraldsson: Gítar.
Jóhann Backmann: Trommur
Einar Ágúst Víðisson: Söngur, Gítar og Slagverk
Gunnar Ólason: Söngur og Gítar
Herbert Viðarsson: Bassi
Platan fæst í verslunum Skífunar á 2.399 og á netverði á 1.919.