31. Des. 2003
Írafár - Nýtt Upphaf.
Nýtt Upphaf með Írafár kom út 14 des, hljómsveitin sjálf bjóst ekki við miklum vinsældum á disknum en svo var að hann seldist í yfir 12.000 eintökum og þann 18 des nældi hann sér í Platínu.
Sunnudeginum fyrir jól seldist meira en 2500 eintök af disknum, þessum sama sunnudegi var þeim gefið Gull plötu fyrir Nýtt Upphaf en báðir diskarnir
Það eru 11 lög á disknum og 3 af þeim hafa heyrst oft í útvarpinu en það eru “Aldrei Mun Ég, Fáum Aldrei Nóg og Stel Frá Þér.
1.Stel frá þér. Lag :Vignir Snær Vigfússon. Texti : Friðrik Sturluson.
Þetta lag er í meiri rokkaðri kantinum, það grípur mig mjög vel, textinn sjálfur er um að brjótast inn, stela og læðast um á nóttuni.
Að mínu mati er þetta gott lag og gef því svona 7/10
2. Fáum Aldrei Nóg. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Birgitta Haukdal.
Þetta er eitt af fjörugu lögunum og náði miklum vinsældum fyrr í vetur.
Það er um að Fá Aldrei Nóg af djamminu og bara party alla nóttina.
Að mínu mati er þetta rosa gott party lag og fær hjá mér 9.5/10
3. Nýtt upphaf. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Stefán Hilmarsson.
Þetta er ekki alveg fjörugt en svona ekki rólegt það koma fjörugir kaflar og svona bara bæði og . Textinn sjálfur, það er frekar erfitt að ná um hvað hann er bara svona um að ná ekki þangað og að allt í einu var allt ljúft þá um leið og byrjar þá bara upp á Nýtt.
Að mínu mati er þetta ekki það besta á plötunni og ég urfti að hlusta á það svona 3 – 4 sinnum til að fýla það þannig ég gef því 4/10.
4. Því ertu hér ?. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Birgitta Haukdal.
Þetta er mjög gott lag fjörug og skemmtilegt, maður kemst í mikið stuð og ef þú kannt textann syngur maður mikið með. Textinn sjálfur er um að lifa þetta af og vera alein og þá
“birtist hann “ og Afhverju er hann hér ? og um að sann fyrir honum um annað líf og aðra átt. Þetta er eitt af uppáhalds lögunum mínum og mjög gott, gef því svona 8/10.
5. Aldrei mun ég. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Birgitta Haukdal.
Þetta lag kom út í sumar og ég tel það vera mjög gott og frekar rólegt og flott. Textinn er þannig að Birgitta er að syngja til einhvers, hvað allt var dásamlegt þegar þau voru saman og gott, viðlagið er um a hún mun aldrei gleyma öllum stundunum sem þau áttu tvö.
Þetta lag er frekar gott þegar ég heyrði það í sumar fannst mér það strax mjög gott, en þá í dag er ég að hlusta á það og er að alltaf jafn gott og ég gef því svona 7.5/10.
6. Annan dag. Lag og Texti : Vignir Snær Vigfússon.
Þetta er mjög gott lag og Vignir nær því mjög vel. Ég á erfitt með að lýsa textunum svo í þetta skipti ætla ég ekki að skrifa mjög nákvæmt um hann, hann er að spurja sjálfan sig svona hvað er hann að gera vitlaust og hann vil vita hvað er ekki að gera sig hjá honum síðan biður hann um annan dag til að koma lífinu í lag og bætta fyrir mistök.
Ég verð að segja að þetta er bara uppáhalds lagið mitt á öllum disknum og mjög gott svo ég gef því hæstu einkunnina 10/10.
7. Ég og Þú. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Birgitta Haukdal.
Þetta er rólega lagið á plötunni og er rosa gott en samt ekki alveg það gott . Textinn er um tvær manneskju um að vera saman og finna nýa leið.
Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki mjög gott lag alveg allt í lagi en ég verð að gefa því svona 3.5/10.
8. Brottnumin. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Birgitta Haukdal
Já þetta er svo sem ágætt lag . Textinn er nú bara um að vera brottnumin er varla hægt a lýsa honum mikið en frekar frumlegur, flottur og sniðugt hvernig Birgitta syngur hann.
Þetta lag var ég ekki alveg að fýla fyrst en núna er að mjög gott og ég gef því 6/10.
9. Alla Leið. Lag : Vignir Snær Vigfússon. Texti : Vignir Snær Vigfússon/ Birgitta Haukdal. Verð bara að segja að þetta er mjög gott lag það er í miklu uppáhaldi hjá mér. Textinn er um að a fara bara alla leið eins og nafnið segir og standa ekki í stað.
Þetta lag er eitt af uppáhalds lögunum fjörugt og skemmtilegt, gef því svona 9.8/10.
10. Ef, ef ? Lag og Texti : Vignir Snær Vigfússon.
Mjög gott lag fjörugt, skemmtilegt og gott. Textinn er bara um að “ef” þú færð mig og “ef” ég fæ þig. Þetta er líka eitt af bestu lögunum og Vignir alveg rokkar það ég ætla bara láta vaða og gefa því háa einkunn svona bara 9.7/10.
11. Í annan heim. Lag og Texti : Birgitta Haukdal.
Þetta er mjög rólegt lag. Ég vill bara segja ykkur að Birgitta samdi þetta lag til Ömmu sinnar sem dó í sumar þegar þau voru að taka upp plötuna. Textinn er um að “hann” fylgir þér í annan heim á vængjum tveim, textinn er mjög flókin en mjög fallegur.
Þetta er mjög fallegt og flott lag rosa rólegt en flott og gott ég gef því svona 8/10.
Írafár:
Andri Guðmundsson – hljómborð, raddir.
Birgitta Haukdal – Söngur, raddir.
Jóhann Bachmann – trommur.
Sigurður Samúelsson – bassi, raddir.
Vignir Snær Vigfússon – gítarar, söngur, raddir, mandólín.
Nýtt Upphaf er gefinn út af Skífunni og kostar þar 1.999 kr á netinu og í Skífunni sjálfri 2.499. Frá 30 des er Nýtt Upphaf í fyrsta sæti á vinsældar lista skífunnar.
Nýtt Upphaf er seinni plata írafárs en sú fyrsta hét “Allt sem ég sé” og hefur selst í u.þ.b 16.000 eintökum hér á landi en hún var gefin út í nóvember 2002.