Já, ég hef heyrt lögin með þeim.
Ég játa að 5 Colors in Her Hair var ekki eitthvað frábært lag, en þeir hafa þroskast og lögin eru miklu betri, meiri dýpt, tilfinningar og raunveruleiki með lögunum.
Já, þeir eru ungir og að skemmta sér, leyfðu þeim það.
En lögin þeirra eins og She falls Asleep, The ballad of Paul K, I don't know Why og fleiri og fleiri verða bara ekki eins fræg, sérstaklega á Íslandi. Útaf því að fólk er að biðja bókstaflega um meiri svona “popp-sumar-happý” fíling í lögin. Enda halda þeir mikið áfram með það á nýjustu plötunni þeirra. Þeim finnst þetta skemmtilegt, og þeir eiga marga aðdáendur sem eru að fíla þetta í botn, og þeir eiga ekki bara yngri aðdáendur, ég fór á tónleika og ég sá eina stelpa sem gat verið svona 11 ára. Allt hitt voru STRÁKAR og stelpur á mínum aldri og eldri.
Það er bara þröngsýni að halda að þeir geti ekki sungið, t.d. er Danny með frábæra rödd og vakti athygli á því á undan að hann og Tom stofnuðu McFly. Röddinn hans er hrjúf og hann getur sungið mjög vel. Þeir geta allir spilað á sín hljóðfæri, ég held að 2 hafi spilað síðan að þeir voru 5 ára gamlir, allaveganna Danny. Trommarinn er annaðhvort með eða var með eitthvað í höndunum sem olli því að í hvert sinn eftir tónleika þurfti hann að láta hendurnar í ís útaf því að annars myndi hún annaðhvort bólgna upp eða honum varð fjandi illt. Samt hélt hann áfram að spila.
Og fólk finnst McFly vera asnalegt nafn. Fyrirgefðu mér en þetta er eitt það flottasta nafn í kvikmyndabransanum, BACK TO THE FUTURE, MARTY MCFLY. Besta mynd sem til er. Og þeir elska hana enda partur af þeirra barnæsku og þetta var tilvalið nafn. Skil ekki fólk sem dæmir þá útaf nafninu.
Þetta er ekki nafn eins og S-Club 7 eða eitthvað annas eins og “Boys in a band” “4-Boys”.
Þetta er nefnilega ekki hið týpíska boyband.
Þeir syngja live og það vel! Ættir bara að gá sjálf, farðu á tónleika, finndu eitthvað á youtube. Hlustaðu á geisladisk og svo þá syngja live, það er smá munur. En þeir syngja alveg jafnvel. HÆTTU bara að tala um það sem þú veist ekkert um.
T.d. ég bókstaflega hata rapp. En ég virði samt rappars og hvað þeir eru að gera og auðvitað eru þeir góðir í því sem þeir eru að gera, bara alls ekki hvað ég fíla. Það kallast að þroskast, eitthvað sem þú ættir að gera.
Ég veit að sumt af þessu varst þú ekki að tala um en ég er bara að taka dæmi.
Á öðru efni, lagaðu stafsetninguna.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33