Magni valdi Sirkus!

Nú styttist í lokakaflann hjá Magna “okkar” í Ameríkunni. Síðasti þátturinn af Rockstar Supernova fer í loftið á miðvikudagskvöldið. Þá kemur í ljós hver það verður sem sigrar keppnina. Í hugum okkar íslendinga er aðeins einn sigurvegari sem verið hefur í útlegð ásamt misstórum hópi af tattúveruðum rokkstjörnum.

Það sem flestir velta hinsvegar fyrir sér er að fá að vita hvernig ævintýrið var í raun og veru. Magni hefur lítið fengið að tjá sig um þessa reynslu sína en nú er komið að því að strákurinn ætlar að opna sig almennilega. Hvernig var að vera rokkstjarna í LA? Hver var með hverjum? Hver djammaði mest? Hver var skemmtilegastur? Hver var leiðinlegastur? Og hvernig leið Magna fjarri fjölskyldunni í raun og veru……

Og til þess að segja frá Ævintýrinu hefur Magni að sjálfsögðu valið Sirkus. Sirkus á föstudaginn verður Magnað blað. Strákurinn ætlar að segja okkur sögu sína. Bara okkur. Auk viðtalsins verðum við með þétta umfjöllun um ævintýrið. Aukaefni þar sem meðal annars verður farið yfir feril Magna í Rockstar. Tískugúrúið okkar hún Helga mun fara yfir tískuna í Rockstar auk þess sem fylgst verður með fjölskyldu Magna í Hollywood…….Hvað tekur við að þættinum loknum…….verður það sólóferill í Ameríkunni…….Á móti Sól…….eða tónleikaferðalag sem frontmaður súpergrúppunnar Rockstar Supernova.

Ekki láta þetta framhjá þér fara….Vertu með og fylgstu með Magna í Sirkus á föstudaginn.

Sjá nánar á http://www.minnsirkus.is/sirkus/

Sirkus blaðinu er dreift með Fréttablaðinu alla föstudaga. Tæplega 70% af öllum íslendingum lesa föstudagstölublað Fréttablaðsins (uppsöfnuð dekkun skv. Gallup maí 2006). Sirkus blaðið er hluti af Sirkus ungmiðlaheiminum sem samanstendur af Sirkus TV, Sirkus PoppTV, FM957, X-inu og Minnsirkus.is. Allir Sirkus miðlarnir leggja allan sinn metnað í að miðla afþreyingu til ungs fólks á öllum aldri.