Fínasti diskur, alls ekki eins góður og hinir tveir, skemmtilegt hvað ferill Coldplay hingað til er líkur feril Oasis:
————————————————
Oasis gefur út Definetaly Maybe sem selst kannski ekki í bílförmum enn fær rosalegt lof gagnrýnenda, (What's the Story) Morning Glory kemur út og selst til lengdar frekar mikið vegna vinsælda ‘Wonderwall’ og ‘Don’t Look Back in Anger'… gríðaleg eftirvænting er eftir næstu plötu og er spáð því að hún eigi eftir að slá öll met hvað plötusölu varðar. Be Here Now kemur út og selst alveg gríðarlega fyrstu vikuna, setur met og slíkt.
Coldplay gefur út Parachutes sem selst til að byrja með ekki mikið enn fær rosalega góða dóma gagnrýnenda, A Rush of Blood to the Head kemur út og selst mikið vegna mikilla vinsælda laganna ‘In My Place’, ‘The Scientist’ og ‘Clocks’. Mikil eftirvænting ríkir og loks kemur X&Y út og selst strax eins og heitar lummur.
————————————————-
Enn já, ég tók þessa plötu í rosalegt session þegar hún kom út og á endanum fékk mig ekki til að gefa henni meira enn þrjár stjörnur sem að mér finnst meira enn sanngjarnt fyrir eins mikið meðalverk og hún í raun er að mínu mati.