Allt í lagi, first of all: Coldplay flokkast frekar sem rock heldur en popp, þannig að ef að þú hefðir póstað þessu þar hefðir þú örugglega fengið mun fleiri svör.
Ég á alla diskana með þeim og ég skal segja þér það, að þú myndir alls ekki sjá eftir því að kaupa þér þá. Öll lögin eru æðisleg á báðum diskunum.
Ég fíla reyndar nýjasta diskinn, A rush of blood to the head, meira en það er bara persónulegt álit. lög sem eru mjög góð á honum (sem þú minntist ekki á) eru m.a. Politik, Warning Sign, Amsterdam og God put a smile upon your face.
Parachutes, frumraun þeirra, er einnig mjög góður diskur. þar eru lögin Yellow, Shiver, Trouble og Spies mjög góð.
Annars mæli ég með því að þú festir bara kaup á þessum diskum. Báðir mjög góðir.
ó, og svo mæli ég einnig með Travis. diskarnir þeirra eru allir æðislegir…..